Sólskin - 01.07.1967, Page 43

Sólskin - 01.07.1967, Page 43
(Réttir úr sér og horfir með eftirvœntingu fram og upp á við, milli þess að hann svar- ar álfunum). 7. hirðmey (hneigir sig. Sama gera allar hin- ar, um leið og þœr ávarpa Fúsa): Ég heiti Auður. Ef þú velur mig, mun þig aldrei fé skorta. Fúsi: Fé er fánýtt öllum öðrum en þeim, sem til þess vinna á einhvern hátt. 2. hirðmey-. Ég heiti Glaðvœrð. Ef þú velur mig, mun þér aldrei skemmtana né gleði vant. Fúsi: Engin gleði er varanleg, önnur en sú, sem kemur innan að. 3. hirðmey: Ég heiti Valdína. Ef þú velur mig, munt þú öðlast ótakmarkað vald yfir öðr- um. Fúsi: Ég óska fyrst og fremst að öðlast vald yfir sjálfum mér. 4. hirðmey: Ég heiti Frœgð. Ef þú velur mig, munt þú verða frœgur maður. Fúsi: Óverðskulduð frœgð er auðunnin og auð- gleymd. 5. hirðmey: Ég er aðalborin. Ef þú velur mig, munt þú öðlast aðalstign. 41

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.