Sólskin - 01.07.1967, Page 44
Fúsi: Hefðbundin tign er jafn ósönn og falskur
peningur.
ó. hirðmey: Tízka heiti ég. Og ef þú velur mig,
mun þig aldrei skrautklœði skorta, né ann-
an þann glœsileik, sem almennt er dóður
svo mjög.
Fúsi: Betri er klœðlítill maður, en mannlaus
skrautklœði.
Álfodrottningin: En só gorgeir!
Álfakóngurinn (reiðilega): Hversu dirfist þú,
sveinstaulinn, að forsmó svo þau hin miklu
kostaboð hirðmeyja vorra, sem þér eru hér
með boðin, alls ómaklegum?
Fúsi: Því hafið þér sjólfur svarað, herra. Af því
að ég finn mig ekki þeim vanda vaxinn, að
hagnýta þau að svo komnu, hvað sem síð-
ar kann að verða, en ekki af því, að ég vilji
fyrirlíta góð boð.
Álfakóngurinn: Hvar hefur þú numið rök þau,
er þú mœlir?
Fúsi: í innstu fylgsnum sólar minnar, herra, en
(fórnar upp höndum) Guði sé lof. Nú er dag-
ur um dllt loft. (Álfarnir fara).
Pési og Jonni (koma inn fró hœgri, lúpulegir
ósýndum, og leirugir upp ó haus).
42