Sólskin - 01.07.1967, Page 56

Sólskin - 01.07.1967, Page 56
var oss brœðrum að því að vera sjónarvottar að dauða hinnar fögru kóngsdóttur? Og hvað gat það annað en vakið hryggð vora og sökn- uð? Eplinu er það einu að þakka, að kóngs- dóttir er enn á lífi, og þykist ég því makleg- astur að njóta hennar. — Var nú rœtt um þetta ó þinginu, og kom mönnum ósamt, að allir gripirnir hefðu unnið jafnt að því að bjarga lífi kóngsdóttur, því að ef nokkurn þeirra hefði vantað, þó hefðu hinir ekki getað komið að liði. var því dœmt, að allir gripirnir vœru jafn- ir, svo að enginn endir gat enn fengizt ó um það, hver brœðranna skyldi eignast kóngs- dóttur. Konungur tók það því enn til róðs, að hann segir, að þeir brœður skuli þreyta skot um kóngsdóttur, og að só þeirra, er reynist fœr- astur skotmaður, skuli fó hennar. Er nú mark upp reist, og gengur elzti bróðirinn fyrst fram með boga og örvamal. Skýtur hann og vantar allmikið til, að hann nói markinu. Því nœst gengur fram miðbróðirinn, og nœr hans skeyti því nœr markinu. Og að síðustu gengur til þriðji og yngsti bróðirinn, og sýndist sem hans skeyti fœri langlengst, en til allrar ógœfu gat 54

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.