Sólskin - 01.07.1967, Page 58

Sólskin - 01.07.1967, Page 58
ur hann með sér það fémœtasta, er hann átti, og veit enginn þessa ráðagerð, og ekki kon- ungurinn, faðir hans. Leggur hann út á skóg einn mikinn og heldur áfram marga daga, svo að hann veit ekki, hvert hann fer. Sœkir á hann bœði hungur og þreyta, og þar kemur loks, að hann treystist ekki að halda áfram lengur, sezt hann að undir steini einum mikl- um og hyggur, að hér muni enda sitt auma og mœðusama líf. En er hann hefur setið og hvílt sig um stund, sér hann, hvar 10 menn koma, allir vel búnir að vopnum og klœðum. Þeir eru allir ríðandi. Stefna þeir beint á steininn. Og er þeir koma að honum, stíga þeir af baki og varpa kveðju á kóngsson. Þeir bjóða hon- um með sér að fara og hafa haft meðferðis lausan hest handa honum, með tígulegum reið- tygjum. Hann þekkist boð þeirra og stígur á bak hestinum. Fara þeir svo sem leið liggur, til þess er þeir koma að stórri og skrautlegri borg. Stíga riddarar af baki hestum sínum og leiða kóngsson inn í hana. Fyrir henni réð ung- ur og ágœtur meykonungur. Leiða riddararnir kóngsson tafarlaust inn fyrir meykónginn, og tekur hún kóngssyni með hinni mestu blíðu. 56

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.