Sólskin - 01.07.1967, Page 63

Sólskin - 01.07.1967, Page 63
vera hryggur af slíku, nema berast af karl- mannlega og freista, hvort þrautirnar megi ekki vinnast? Má og vera, að ég geti beint til með þér, og seg mér, hvað þig sturlar. — Sér konungur þann kost beztan að segja drottn- ingu allt hið sanna og hvernig hans máli er komið. — Þetta munu allt ráð stjúpu þinnar, — segir drottning, — og vœri vel, að hún kœmi ekki fleiru fram við þig eða aðra. Mun hún svo hafa til œtlazt, að ekki yrði auðvelt að ráða úr vandrœðum þessum, en þó mun ég nokkuð geta að gert. Tjaldið á ég sjálf, og er því sú þraut leyst. Vatnið, sem þér er til vís- að, er hér skammt á burt, en ekki er auðvelt að ná því. Það er í brunni nokkrum, og er brunnurinn í helli, mjög dimmum. Brunnsins gœta 7 Ijón og 3 höggormar, og kemst eng- inn maður með lífi frá þeim ókindum. En sú er náttúra vatnsins, að það hefur engan lœkn- ingakraft, nema þessi kvikindi séu öll vakandi. Mun ég nú freista þess að ná vatninu. — Býr nú drottning ferð sína til hellisins og hefur með sér sjö naut og 3 svín. Þegar hún kemur að hellinum, lœtur hún drepa nautin og svínin og snara nautunum að Ijónunum, en svínunum að 61

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.