Sólskin - 01.07.1967, Side 67

Sólskin - 01.07.1967, Side 67
hin þriðja og þyngsta þrautin, og greið hana fljótt af hendi. — Sendir þó ungi kóngurinn eft- ir hinum eineygða karli. Og er hann kemur á þingið, verður hann svo ferlegur, að allirverða gagnteknir af ótta og skelfingu, og mest hinn gamli kóngur. Og er hann hefur sýnt sig þar um hríð, setur hann stöngina fyrir brjóst drottn- ingar og vegur hana upp á henni. Keyrir hann drottningu niður aftur svo hart, að lamdist sundur í henni hvert bein, og varð hún að hinu versta flagði. Stekkur eineygði karl burt af þinginu eftir þetta. En menn taka að hjúkra hinum gamla kóngi, sem var að dauða kom- inn af hrœðslu. Er nú dreypt á hann hinu heil- nœma lœkningavatni, og hresstist hann. Og eftir dauða drottningar rankar hann við sér og kannast við, að allar þœr þrautir, er hann hef- ur lagt fyrir son sinn, séu ómaklegar, og að hann hafi gert það allt fyrir áeggjan drottn- ingar. Lœtur hann kalla son sinn fyrir sig og bið- ur hann auðmjúklega fyrirgefningar á því, er hann hefði honum á móti gert. Kveðst hann nú vilja það allt bœta, með því að gefa upp við hann ríki þetta, en sjálfur kvaðst hann vilja lifa hjá honum í ró og nœði, það sem eftir vœri Sólskin — 5 65

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.