Sólskin - 01.07.1967, Page 69
Gyðingurinn göfuglyndi
Einu sinni var Gyðingur einn guðhrœddur,
sem lifði á baðmullarvinnu með konu sinni og
börnum. Tók hann á hverjum degi það, sem
spunnið var, og seldi, hann keypti baðmull fyr-
ir andvirðið og vistir handa heimilinu. Svo bar
til einhverju sinni, er hann hafði farið út með
spunann og selt hann, að þá varð einn af
brœðrum hans á vegi hans, er hann gekk heim,
og bar sig aumlega út af bágindum sínum.
Gaf Gyðingurinn honum peninga þá, er hann
hafði fengið fyrir spunann, og kom heim ullar-
laus og allslaus. Spurði þá hyski hans, hvar
hann hefði baðmullina og vistirnar handa sér.
Svaraði hann, að fátœkur maður hefði orðið
á leið sinni, og hefði hann gefið honum alla
peningana. — Hvað eigum við nú að taka til
bragðs? — sagði hyski hans, — við höfum
ekki meira að selja. — En er vel var leitað,
67