Sólskin - 01.07.1967, Page 69

Sólskin - 01.07.1967, Page 69
Gyðingurinn göfuglyndi Einu sinni var Gyðingur einn guðhrœddur, sem lifði á baðmullarvinnu með konu sinni og börnum. Tók hann á hverjum degi það, sem spunnið var, og seldi, hann keypti baðmull fyr- ir andvirðið og vistir handa heimilinu. Svo bar til einhverju sinni, er hann hafði farið út með spunann og selt hann, að þá varð einn af brœðrum hans á vegi hans, er hann gekk heim, og bar sig aumlega út af bágindum sínum. Gaf Gyðingurinn honum peninga þá, er hann hafði fengið fyrir spunann, og kom heim ullar- laus og allslaus. Spurði þá hyski hans, hvar hann hefði baðmullina og vistirnar handa sér. Svaraði hann, að fátœkur maður hefði orðið á leið sinni, og hefði hann gefið honum alla peningana. — Hvað eigum við nú að taka til bragðs? — sagði hyski hans, — við höfum ekki meira að selja. — En er vel var leitað, 67

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.