Sólskin - 01.07.1967, Síða 75
á höfði hans# herðum og höndum. Hann hljóð-
aði og œpti hástöfum og œtlaði að stökkva
til dyranna. En áður en hann komst þangað,
féll hann til jarðar, marinn og blóðugur. En
peningunum rigndi jafnt og þétt, og að lokum
varð þunginn svo mikill, að gólfið brast í sund-
ur# og gullsmiðurinn steyptist, ásamt pening-
unurn, beint niður í kjallara. En peningunum
rigndi enn, unz komin voru hundrað þúsund,
og þá lá gullsmiðurinn dauður í kjallaranum
og ofan á honum allir peningarnir. Þarna
fundu svo nágrannarnir hann og sögðu: — Það
er mein, þegar gœfan verður þung sem farg.
— Svo komu erfingjarnir og skiptu öllum auðn-
um á milli sín.
Meðan þessu fór fram, hélt bóndinn glaður
heim til sín og sýndi konu sinni hringinn. — Nú
er búið baslið hjá okkur, góða mín, — sagði
hann. — Nú höfum við höndlað hnossið. Við
skulum hulgsa okkur vel um, hvers við eigum
að óska. —
Konan fann undir eins þjóðráð. — Hvað
segirðu um það, — sagði hún, — að við ósk-
um okkur stœrri akurs? Akurinn okkar er svo
lítill. Það gengur stór geiri inn í akurinn okkar,
73