Sólskin - 01.07.1967, Page 78

Sólskin - 01.07.1967, Page 78
bœjardyrnar og rœddi við nágranna og aðra, sem að garði bar. Svo liðu þrjátíu, fjörutíu ár. Bóndinn og kon- an voru orðin gömul og grá fyrir hœrum, en ennþá var óskin ónotuð. Þá auðsýndi Guð þeim þá miskunn, að láta þau deyja bœði á sömu nóttu. Börn þeirra og barnabörn stóðu grátandi við kistur þeirra. En þegar eitt barnanna œtl- aði að draga hringinn af hendi bóndans, sagði elzti sonurinn: — Við skulum láta hringinn fylgja pabba í gröfina. Hann hafði miklar mœtur á honum. Það er líklega minjagripur. Mamma horfði líka oft á hringinn. Hver veit, nema hún hafi gefið honum hann á yngri árum. — Svo var bóndinn grafinn með hringinn, sem vera átti óskahringur, en var það ekki, en hafði samt svo mikið lán í för með sér sem nokkur getur óskað. Það er svona og svona að skera úr, hvað rétt er og hvað rangt, og lélegur hlutur í góð- um höndum er miklu betri og meira virði en góður hlutur í vondum höndum. 76

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.