Sólskin - 01.07.1967, Page 79

Sólskin - 01.07.1967, Page 79
ÁÐUR FYRR * -k * Tveir Svisslendinagr áttu í deilu um engja- spildu. Báðir þóttust eiga tilkall til hennar. Einn góðan veðurdag kemur annar til hins og segir: — Ég hef stefnt málinu fyrir dóm. Við erum ekki svo lœrðir, að við getum skorið úr mál- inu upp á eigin spýtur. Komdu á morgun í dómssalinn, þá verður málið á enda kljáð. — Hinn svarar: — Það get ég ekki. Ég á mikið úti og þarf að hirða það á morgun. — Eftir stutta umhugsun bœtti hann við: — Farðu þangað einn, berðu fram rök okkar beggja, og láttu svo skera úr málinu. — Nágranninn féllst á það, fiutti málið frá sjónarmiði beggja og sagði rétt og satt frá öllu. Um kvöldið kom hann til hins bóndans og sagði: — Dómarinn hefur kveðið upp úrskurð þér í vil. Guði sé lof, að nú er öll misklíð okkar á milli úr sög- unni! — 77

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.