Sólskin - 01.07.1967, Page 82
Kolumbus sigldi svo fró Spóni í vesturétt.
Eftir margar vikur komu þeir loks að landi,
sem Kolumbus hélt að vœri Indland austanvert
eða Indlandseyjar.
En svo var ekki. Þetta voru eyjar þœr við
Ameríku, sem kallaðar eru Vestur-lndíur og
draga nafn sitt af þessari hugmynd Kolumbus-
ar um Indland.
Mennirnir, sem óttu þarna heima, voru svo
nefndir Indíánar.
Indíánarnir, sem áttu heima í þessari stóru
og auðugu heimsálfu, voru býsna fjölmennur
þjóðflokkur, sem hvergi annars staðar á
byggðu bóli átti sinn líka.
Þeir voru eirrauðir á hörund, kinnbeinaháir
með stórt og breitt nef og dökkeygir. Hárið
var mikið, dökkt og strítt, sem skiptist yfir miðju
enni, jafnt á körlum sem konum.
Þetta voru náttúrubörn, sem lifðu að ýmsu
leyti steinaldarlífi, það er að segja, þeir not-
uðu ennþá ýmis áhöld úr steini. En þetta var
hraustur og kjarkmikill þjóðflokkur, sem barð-
ist í vanþekkingu sinni við náttúruöflin og dýr-
in. Þeir áttu að vísu ýmis vopn og veiðitœki, t.
d. boga og örvar, spjót og skutla, kylfur og
80