Sólskin - 01.07.1967, Page 85
öngunum líður vel í skinnhreiðrunum sínum og
gœgjast brosandi upp úr pokanum, þegar vel
liggur ó þeim. Stundum heyrist líka grótur úr
pokanum, en þá leysir móðirin skjóðuna af sér
og huggar þann sem grœtur.
Þegar börnin stálpast eru það mœðurnar,
sem kenna bœði drengjum og stúlkum að
veiða dýr og fisk. Þœr láta þau einnig busla
í vatninu, kenna þeim að synda og róa á Indí-
ánabátunum, sem eru öðruvísi en okkar bátar.
Börnin velja sjálf nafnið sitt í sumum œttum
Indíána.
Þegar börnin eru 12 til 13 ára, kemur það
fyrir einhvern morguninn, að í staðinn fyrir
venjulegan mat er þeim borin skál, sem er full
af viðarkolum. Börnin vita þá hvað til stend-
ur. Þau eiga að fara út í skóginn og svelta þar.
Þau rangla svo um í skóginum, þangað til þau
eru orðin úrvinda af þreytu og hungri og sofna
undir einhverju trénu. Ef þau dreymir þá eitt-
hvert dýr, velja þau nafn sitt eftir nafni dýrs-
ins, en þetta dýr er svo álitið heillavera eða
heillaandi barnsisn. í þessum œttum eru dreng-
ir og telpur gift, þó að þau séu ekki eldri en
14 ára. Indíánarnir velja venjulega hraustustu
83