Sólskin - 01.07.1967, Page 88

Sólskin - 01.07.1967, Page 88
Tókst þeim stundum að ná hvítum mönnum á vald sitt og léku þá grimmdarlega. Þótti það mikill heiður meðal Indíána að koma með höf- uðleður af hvítum mönnum eftir bardaga. En alltaf fluttust fleiri og fleiri hvítir menn til álfunnar, og alltaf þokuðust Indíánar undan þeim. Loks fór þó svo, að þessir tveir kynstofn- ar, rauðir menn og hvítir, leituðu sátta og hœttu að eiga í grimmum bardögum. En hvítu menn- irnir vildu ráða mestu og láta Indíána lúta lög- um sínum. — Indíánar hafa þó víðast hvar verið saman í flokkum og haldið siðum sínum, en á seinni tímum hafa margir tekið upp háttu hvítra manna. Eru margir Indíánar nú vel menntaðir. Sumir œttflokkar rauðskinna lifa þó utan við menninguna. Þeir hafa margir stór- ar hjarðir kinda og geita, ennfremur fjölda hesta. Margir Indíánar búa sig nú eins og hvítir menn. Þó hafa þeir ýms einkenni í fatnaði. Þeir hafa skreytt sig með fjöðrum og nota skrautleg herðasjöl. Oft koma Indíánar til borganna til þess að selja varning sinn. Hafa þeir marga sérkenni- lega hluti að bjóða, t. d. skinn ísaumuð perl- 86

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.