Sólskin - 01.07.1967, Page 94
að hann hafði tekið eftir því undanfarna daga,
að drengirnir bjuggu yfir einhverju. Enda komu
nú gleðibrosin upp um þá. Kennaranum þótti
að vísu ofar vœnt um nýja veginn, en þó
gladdist hann hálfu meira yfir þeirri manndáð
og fórnarlund, sem verkið sýndi að skóla-
drengirnir hans áttu til. Úr slíkum drengjum
hlutu að verða menn.
— Ætli það hafi komið englar af himnum
og rutt skólaveginn okkar í nótt? — sagði
kennarinn, þegar hann kom að barnahópnum,
sem stóð við skólahúsið og horfði á nývirkið.
— Nei, það voru bara englar hérna úr skól-
anum, — anzaði Svenni og reyndi að vera al-
varlegur.
En kennarinn og stúlkurnar hrópuðu marg-
falt húrra fyrir drengjunum, enda er slíkt oft
gert af minna tilefni.
------Það eru mörg ár síðan þessi saga
gerðist. Drengirnir, sem hún er um, eru full-
tíða ag nýtir menn, og Svenni er meðal þeirra,
sem nú er bezt treyst til að leysa hverskonar
vandrœði þjóðar sinnar. En gatan heim að
skólanum í Bakkavík er nefnd Sveinsgata
manna á meðal, enn í dag.
92