Sólskin - 01.07.1967, Page 94

Sólskin - 01.07.1967, Page 94
að hann hafði tekið eftir því undanfarna daga, að drengirnir bjuggu yfir einhverju. Enda komu nú gleðibrosin upp um þá. Kennaranum þótti að vísu ofar vœnt um nýja veginn, en þó gladdist hann hálfu meira yfir þeirri manndáð og fórnarlund, sem verkið sýndi að skóla- drengirnir hans áttu til. Úr slíkum drengjum hlutu að verða menn. — Ætli það hafi komið englar af himnum og rutt skólaveginn okkar í nótt? — sagði kennarinn, þegar hann kom að barnahópnum, sem stóð við skólahúsið og horfði á nývirkið. — Nei, það voru bara englar hérna úr skól- anum, — anzaði Svenni og reyndi að vera al- varlegur. En kennarinn og stúlkurnar hrópuðu marg- falt húrra fyrir drengjunum, enda er slíkt oft gert af minna tilefni. ------Það eru mörg ár síðan þessi saga gerðist. Drengirnir, sem hún er um, eru full- tíða ag nýtir menn, og Svenni er meðal þeirra, sem nú er bezt treyst til að leysa hverskonar vandrœði þjóðar sinnar. En gatan heim að skólanum í Bakkavík er nefnd Sveinsgata manna á meðal, enn í dag. 92

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.