Sólskin - 01.07.1967, Page 96

Sólskin - 01.07.1967, Page 96
PERLUFESTI ÚR LEIR Það er vel hœgt að gera perlufesti úr leir. Ef leirinn er harður, þá þarf að láta hann í blauta tusku í einn dag eða nótt. Þegar hœgt er að hnoða hann ,á að taka dálítinn köggul og hnaða hann með höndunum, þangað til hann verður hnöttóttur, og þannig á að gera allar perlurnar. Á meðan þœr eru linar þarf að gera göt á þœr með einhverju mjóu, t. d. nœlu, prjóni eða nál. Svo má lita perlurnar með vatnslitum, eftir því sem maður vill. Þeg- ar búið er að lita þœr allar, vœri gott að láta brenna þœr hjá leirsmið, því að þá glansa þœr og litirnir fara ekki eins af þeim. Svo á að þrœða perlurnar upp á tvinna, helzt þarf að hafa hörtvinna, því að venjulegur tvinni getur slitnað. 94

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.