Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 4
4 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Í umfjöllun um hjólastólahandbolta hjá HK, sem birtist í blaðinu á laugar- daginn, var ranghermt að æfingar væru einu sinni í viku. Þær fara fram tvisvar í viku, á fimmtudögum í Kórn- um og á föstudögum í Fagralundi. Í frétt blaðsins á mánudag var Böðvar Jónsson ranglega titlaður forseti bæjarstjórnar og stjórnarformaður Fasteigna Reykjanesbæjar. Hann er formaður bæjarráðs. LEIÐRÉTTINGAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 12° -2° 1° 1° 5° 2° 2° 23° -1° 18° 1° 14° -8° 0° 14° -1° Á MORGUN 8-13 V-til, annars hægari. FÖSTUDAGUR 5-13 m/s. -2 -2 0 -5 0 1 6 2 -8 -3 -7 5 7 6 5 3 4 3 4 3 3 6 5 4 4 0 6 4 4 3 8 6 BREYTINGAR Það verða loksins breytingar í veðri næstu daga en það gengur í suðvestan- átt með heldur hlýnandi veðri vestan til í fyrstu. Það þykknar einnig upp og má búast við rigningu eða slyddu á vestur- helmingi landsins en austan til verður yfi rleitt þurrt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður JAPAN, AP Japönsk lágvöruverðs- verslanakeðja hefur sagst ætla að hætta að selja nasistabúning í verslunum sínum eftir að henni barst kvörtun frá samtökum gyð- inga í Bandaríkjunum. Búningurinn hefur verið til sölu í verslunum Don Quijote Co. og samanstendur af svörtum jakka með rauðu hakakross- handleggsbandi. Pakkinn er merktur skopmynd af Adolf Hitl- er og á hann er ritað „Heil Hitl- er“ með japönsku letri. Búningurinn kostaði um fimm þúsund jen, eða tæpar sjö þús- und krónur. Hann er frá fram- leiðandanum Aico sem sérhæfir sig í „partívarningi“. Talsmaður framleiðandans sagði búninginn hafa verið í sölu í sjö ár án þess að kvartanir bærust. - óká Samtök gyðinga kvörtuðu: Hætt að selja nasistabúning BÚNINGURINN Nasistabúningur með hakakrossi á handleggsbindi og skop- mynd af Hitler hefur verið tekinn úr sölu í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP WIKILEAKS, AP Atlantshafsbanda- lagið (NATO) hafði til reiðu viðbúnaðar áætlun um hernaðar- aðgerðir til varnar Eystrasalts- ríkjunum kæmi til innrásar Rússa. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið var til Wikileaks. Opinber stefna NATO er þó sú að ekki sé litið á Rússland sem ógn við Eystrasalt. Í gögnum frá utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna er áhersla lögð á að viðbúnaðurinn fari leynt þar sem umræða gæti valdið „óþarfa spennu“ í samskipt- um Rússlands og NATO. - óká Viðbúnaðaráætlun lekur: NATO-drög að vörn Eystrasalts ALÞINGI Guðbjartur Hannesson félags- málaráðherra er fylgjandi sjálfstæðri og óháðri rannsókn á starfsemi Íbúða- lánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjármögnun og lánareglum Íbúðalána- sjóðs sem hrint var í framkvæmd á árinu 2004. Ráðherrann sagði á Alþingi í gær að hann styddi heilshugar tillögu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, Samfylkingu, um slíka rannsókn. Guðmundur Steingrímsson, Fram sóknar- flokki, tók undir að rétt væri að rannsaka: „Ég get skilið að það sé rannsóknarefni að Íbúðalánasjóður skuli enn standa.“ „Hér fór allt fjármálakerfið á hliðina,“ sagði Guðmundur, „en Íbúðalánasjóður stendur og er enn þá hornsteinninn að íbúðalánakerfi landsmanna.“ Eiginfjárhlutfall sjóðsins hefði verið 7- 8% fyrir hrun en væri nú 1,5-2%. Einnig væri rannsóknarefni hvers vegna sjóður- inn hefði ekki verið einkavæddur þrátt fyrir háværar kröfur frá innlendum stjórn- málaöflum, erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum. Guðmundur sagðist þakka Framsóknarflokknum það að hafa komið í veg fyrir þá einkavæðingu. Fram kom við umræðuna að ríkið þyrfti að leggja fram 22 milljarða króna til sjóðsins fyrir árslok til að mæta afskriftum og tryggja að eiginfjárhlutfall yrði þá ekki undir fimm prósentum. 2,2 milljarða þarf að leggja fram til viðbótar fyrir árslok 2011. Guðbjartur Hannesson sagði ljóst að afskriftir sjóðsins ykjust vegna sam- komulagsins á dögunum um aðgerðir í þágu heimilanna en ekki væri ljóst hve mikil aukningin yrði. Guðmundur Steingrímsson sagði að svara þyrfti betur hvers vegna gera ætti ákveðnar kröfur um eiginfjárhlutfall til sjóðs sem væri í eigu ríkisins og rekinn með ríkisábyrgð. peturg@frettabladid.is Tekið undir tillögu um rannsókn á Íbúðalánasjóði Félagsmálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins eru hlynntir rannsókn á Íbúðalánasjóði. Þing- maðurinn segist skilja að það sé rannsóknarefni að sjóðurinn standi enn þegar allt annað fór á hliðina. MEIRA AFSKRIFAÐ Íbúðalánasjóður var ræddur í gær að ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar Sjálfstæðisflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta þýðir meiri afskriftir heldur en við höfum gert ráð fyrir en hversu mikið meiri er ekki ljóst,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalána- sjóðs, um áhrif aðgerða fyrir skuldsett heimili á sjóðinn. Nákvæm afskriftaþörf Íbúðalánasjóðs verður aldrei að fullu ljós. Ráða þar til dæmis óvissuþættir á borð við heildarstöðu skuldara sem sjóðurinn hefur ekki upplýsingar um, auk efnahagslegra þátta. Stjórnvöld ætla að leggja Íbúðalánasjóði til allt að 33 milljarða króna til að styrkja eiginfjárstöðu hans. Er mat sumra að það sé ekki nægt fé. Sigurður segir að til séu útreikningar sem sýni fram á aukna fjár- þörf en þeir miðist við langvarandi efnahagserfið- leika. „Aukinn hagvöxtur og minnkandi atvinnuleysi skipta miklu máli í þessu sambandi. Fyrr en síðar mun þessu ástandi linna.“ Spurður hvort Íbúðalánasjóður hafi farið óvarlega í lánveitingum segir Sigurður að alltaf sé hægt að vera vitur eftir á. „En ég held að þegar litið er yfir sviðið sjái menn að Íbúðalánasjóður var íhaldssam- asta lánastofnunin.“ Fyrir Alþingi liggur tillaga um rannsókn á Íbúða- lánasjóði í aðdraganda hrunsins. Sigurður segir sjálf- sagt mál að efna til slíkrar rannsóknar ef hún megi verða til að skapa frið og ró um starfsemi sjóðsins. Rannsókn getur orðið til að skapa frið um starfsemina STJÓRNSÝSLA Nota átti lausafé sem varð eftir í landbúnaðar- ráðuneytinu við sölu á Lánasjóði landbúnaðarins árið 2005 til upp- byggingar á mannvirkjum fyrir hestamenn, segir Guðni Ágústs- son þáverandi landbúnaðarráð- herra. Guðni ver þá ákvörðun ráðu- neytisins að kaupa bankabréf hjá Landsbankanum fyrir 214 millj- ónir króna af lausafé Lánasjóðs- ins í yfirlýsingu. Þar segir að bankabréf hafi á þeim tíma verið talin mjög örugg fjárfesting og ávöxtunarleið fyrir lausafé. Ríkisendur- skoðun gagn- rýndi þessa ráð- stöfun harðlega við endurskoð- un ríkisreikn- ings 2009, eins og fjallað var um í Fréttablað- inu í gær. Telur stofnunin að ráðuneytið hefði átt að skila fénu til ríkisféhirðis. Féð var ennþá bundið í bankabréfum þegar Kaupþing fór í þrot haustið 2008, og allt bendir til þess að 70 til 80 prósent af fénu hafi tapast við hrunið. „Ég lauk störfum sem land- búnaðarráðherra í maí 2007 þá var þessi sjóður í góðri ávöxtun og enginn, ekki ríkisendurskoðun né fjármálaráðuneytið höfðu gert athugasemdir við ávöxtun þess- ara peninga sem urðu grundvöll- ur þess að 28 reiðhallir íþrótta- hús hestamanna eru nú risin eða að rísa um allt land,“ segir Guðni í yfirlýsingu sinni. - bj Fyrrverandi ráðherra ver fjárfestingu lausafjár í bankabréfum Kaupþings fyrir hrun: Bankabréfin góð fjárfesting GUÐNI ÁGÚSTSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 07.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,0188 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,50 114,04 179,35 180,23 151,68 152,52 20,349 20,469 19,008 19,120 16,627 16,725 1,3722 1,3802 175,30 176,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.