Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 22
„Markmiðið með þessari sam- komu er að undirbúa komu jóla eftir miklar breytingar,“ segir Val- gerður Hjartardóttir, hjúkrunar- fræðingur og djákni, um sam- verustund fyrir syrgjendur sem verður í Grafarvogskirkju. Hún segir slíkar stundir hafa verið haldnar undan farin ár í Grensás- kirkju og verið afar vel sóttar. „Það sýnir sig að þörfin er mikil og Grensáskirkja var að sprengja utan af sér fjöldann, því færðum við okkur nú í Grafarvogskirkju, hún er stærri.“ Jólin eru oft kvíðvænlegur tími fyrir þá sem hafa misst ástvini og stundum er aðventan, undanfari jólanna, enn erfiðari en jólin sjálf, að sögn Valgerðar. „Það eru sterk- ar fjölskylduhefðir í okkar jóla- haldi þar sem hver og einn hefur hlutverk. Því er gott að staldra við, minnast og hugleiða,“ bendir hún á. „Þetta er fjölskyldustund og börn eru hjartanlega velkomin.“ Auk söngs, ritningarlesturs, tónlistar, guðspjalls og hugvekju verður sérstök minningarstund þar sem hver og einn getur tendr- að ljós til minningar um látinn ást- vin og segir Valgerður það áhrifa- mikla stund. „Þemað í öllu er það sé verið að undirbúa komu jóla sem verða öðruvísi en þau hafa verið.“ Fagfólk innan heilbrigðis- þjónustunnar, kirkjunnar og Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, mætir til samkomunnar. „Sumt af þessu fólki var nákomið aðstandendun- um á erfiðum tíma í lífi þeirra og skilur vel hvað þeir voru að ganga í gegnum,“ segir Valgerður. „Þarna er verið að sýna samfélagslegan kærleika þeim sem eiga um sárt að binda sem eru fjölmargir.“ gun@frettabladid.is „Sorgin hefur margar birtingarmyndir því það er misjafnt hvernig við tökumst á við hana,“ segir Valgerður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jól við breyttar aðstæður Samverustund fyrir þá sem upplifa jól í skugga ástvinamissis verður í Grafarvogskirkju annað kvöld, fimmtudag, klukkan átta. Valgerður Hjartardóttir er meðal þeirra sem koma að undirbúningnum. Jól eru ekki haldin á sama tíma hjá öllum kristn- um mönn- um. Hjá mót- mælendum og róm- versk-kaþólskum eru þau haldin á jóladag, hinn 25. desember, en sumir þeirra hafa heilagt frá klukkan 18 á aðfangadag jóla. Í austurkirkjunni (grísk- kaþólsku og rétttrún- aðarkirkjunni) eru jólin haldin um það bil hálf- um mánuði síðar. Heimild: www. is.wikipedia.org Jólahald er rakið til sólhvarfahátíða heiðinna manna sem fögnuðu endur- komu sólarinnar sem lífgjafa. Kristnir menn ákvörðuðu að Jesú hefði fæðst um þetta leyti árs og héldu jólin á svipuðum tíma og sólhvarfahátíðin var áður. Með því móti glötuðu menn ekki miðsvetrarhátíðinni þó að þeir skiptu um trú. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Fimmtudaga TVEIR STÓRGLÆSILEGIR - PUSH UP HALDARAR FYRIR STÓRAR OG SMÁAR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. GINA - sá minni í A,B,C,D,DD skálum sá hinn stærri í C,D,DD,E,F,FF,G skálum, báðir á kr. 7.680, - buxur fást í stíl á kr. 2.990,- Heimsferðir bjóða nú sérstakt jólatilboð! Keyptu gjafabréf fyrir 5.000 kr. en andvirði þess verður 7.000 kr.! Eða keyptu gjafabréf fyrir 10.000 kr. og andvirði þess verður 14.000 kr.! Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir upphæðirnar sem eru tilteknar hér að ofan og einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun. Gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Gefðu hlýju og samveru um jólin! Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Fjóla sængurfatnaður Lín Design / Laugavegi 176 / sími 533 2220 / www.lindesign.is Mjúka jóla gjöfin 360 þráða Pima bómull JÓLAKJÓLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.