Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 54
38 8. LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hef aldrei verið jafn ánægður á ævinni,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson rithöfundur. Í gær lauk þriggja mánaða bið hjá Agli þegar honum var tilkynnt að umsókn hans um inngöngu í Rithöf- undasamband Íslands hefði verið sam- þykkt. Fréttablaðið sagði frá umsókn Egils í september en hún vakti nokkurt umtal. Rithöfundurinn segist hlakka til starfsins í sambandinu og ætlar þegar að taka til hendinni. „Það eru nokkur markmið sem ég hef sett mér. Ég ætla að kjöta Sjón upp, ætli ég sendi honum ekki SMS strax á eftir, ég ætla að rífa hattinn af Hallgrími Helga, það þarf einhver að segja honum að hattar voru töff árið 2005. Og svo er aðalmark- miðið að koma meðal fituprósentunni hjá meðlimum Rithöfundasambandsins niður í 25 prósent.“ Þó Egill sé hæstánægður með inn- gönguna ber þó einn skugga á starfið fram undan. „Um leið og ég fékk góðu fréttirnar renndi ég yfir meðlimi í Rit- höfundasambandinu og það eru nokkr- ir sem eiga ekkert að vera þarna. Til dæmis Hávar Sigurjónsson, ég veit ekki til þess að hann hafi gefið út bók. Ég neyðist til að tilkynna honum á morgun [í dag] að hann sé ekki lengur meðlimur.“ Rithöfundurinn áformar mikil veisluhöld til að fagna þessum áfanga. Hann er að íhuga að halda ára- móta partí á heimili sínu fyrir félaga sína í Rithöfundasam- bandinu en tekur þó forskot á sæluna. „Fyrsta partíið verð- ur um helgina. Það verður Burn-partí á Austur, Burn- skvísur að afgreiða drykki og allur pakk- inn. Auðvitað er öllum meðlimum sambands- ins boðið.“ - hdm Gillz býður rithöfundum í Burn-partí KOMINN INN Egill Einarsson er orðinn meðlimur í Rithöfundasam- bandinu og ætlar að taka til þar. „Þetta á að vera svona spjallþáttur svipaður Loga í beinni, nema með Mána,“ segir Fannar Sveinsson, nemi í Kvikmyndaskóla Íslands. Um þrjátíu nemendur Kvikmyndaskólans vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sjónvarpsþáttinn „Máni í beinni frá Garðabæ“, en um er að ræða einn prufuþátt þar sem nemendur Kvikmyndaskólans læra á allt sem við kemur beinni útsendingu á sjón- varpsþætti. „Við fengum Völu Grand og Svavar Sig- urðsson til að koma í spjall og Friðrik Dór ætlar að taka lagið,“ segir Fannar. Það verður Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður X-ins, sem sér um þátta- stjórnina en upptökur fara fram í Latabæjarstúdíó- inu. Þeir nemendur sem taka þátt í verkefninu hafa verið að sækja áfanga tengda þessu í vetur, en það er Heimir Jónasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, sem kennir áfangann. „Þetta er í rauninni eins og skólaverkefni í beinni útsendingu,“ segir Fannar, en hann segir að þetta sé einungis hugsað fyrir skólann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kvikmyndaskólinn vinnur að verkefni sem þessu. „Þetta var líka gert í fyrra, en þá var það Villi naglbítur sem sá um þáttar- stjórnina,“ segir Fannar. - ka Fá skemmtikrafta í skólaverkefni Í FULLUM UNDIRBÚNINGI Nemendur Kvikmyndaskólans fá til sín góða gesti í spjallþátt sem er liður í skólaverkefni þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er alveg magnað, við höfum prentað tíu þúsund eintök og höfum núna selt sjö þúsund. Þetta er henn- ar langbesta byrjun á jólabóka- vertíðinni og allt útlit fyrir að hún slái eigið sölumet,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Ver- öld. Hann telur óhætt að tala um tveggja turna tal á jólabókamark- aðinum í ár og Arnaldur Indriðason væri þá hinn turninn. „Yrsa hefur toppað Arnald á tveimur listum um þessi jól og það segir sitthvað um hennar vinsældir. Það hefur ekki gerst áður,“ bendir Pétur Már á og vísar þar meðal annars til nýlegs metsölulista Hagkaups sem birtist í Fréttablaðinu í gærmorgun. Nýr listi frá Félagi bóksala ýtir undir þessa fullyrðingu; Yrsa og Arn- aldur hafa komið sér makindalega fyrir í þriðja og öðru sæti á eftir Léttum réttum Hagkaups. Pétur segir að bækur Yrsu hafi selst í áttatíu þúsund eintökum en Ég man þig er fimmta skáldsaga hennar. Rithöfundurinn nálgast nú milljón eintaka múrinn á heims- vísu og þýskt framleiðslufyrir- tæki keypti nýlega sjónvarpsrétt- inn að bókum hennar. „Umtalið hefur verið gott, dómarnir góðir og að mati Times standast bækur Yrsu það besta í glæpasagnaheim- inum.“ Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, segir það vissulega gleðilegt að Yrsa skuli seljast vel. En hann er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á fullyrðingu Péturs Má um tveggja turna tal þetta árið. „Það er alveg ljóst að bækur Arnaldar og Yrsu falla Íslendingum vel í geð. Arn- aldur hefur hins vegar borið höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda, hann hefur átt mest seldu skáld- sögu ársins á undanförnum árum,“ segir Egill og bendir á að nýjast bók Arnaldar, Furðustrandir, hafi PÉTUR MÁR ÓLAFSSON: TVEGGJA TURNA TAL UM ÞESSI JÓL Arnaldur og Yrsa að stinga af í jólabókaflóði ársins MYND/KRISTINN INGVARSSON „Draumadagurinn væri að vera með Frank Sinatra í eyrunum að syngja New York, New York. Allir sem hafa verið í New York vita að það er málið.“ Baldur Öxdal matreiðslumeistari „FRÁBÆR BÓK“ S G / M O R G U N B L A Ð I Ð J Y J / F R É T T A B L A Ð I Ð P B B / F R É T T A T Í M I N N 2. PRENTU N VÆNTANLE G Snjóbrettajakki úr Firefly EVO-efni sem hrindir frá snj léttri rigningu. Límdir saumar og góð öndun. Dömustæ Snjóbrettabuxur úr Firefly EVO-efni sem hrindir frá sn léttri rigningu. Límdir saumar og góð öndun. Dömustærðir. um þessi jól selst betur og hrað- ar en nokkru sinni og allt útlit sé fyrir að hann slái sitt fyrra Íslandsmet sem Myrká setti fyrir tveimur árum þegar bókin rauf 30 þúsund eintaka múrinn. „Þá töld- um við að toppnum væri náð og við gætum ekki selt fleiri eintök. En annað er að koma í ljós,“ segir Egill og bendir á að Arnaldur hafi selt nálægt 300 þúsund eintök hér á landi undanfarin þrettán ár eða síðan Synir duftsins kom út. freyrgigja@frettabladid.is ALGJÖRT MET Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðar- dóttir eru líkleg til að slá eigin met um þessi jól. Yrsa rýfur sennilega tíu þúsund eintaka múrinn en Arnaldur gæti sett nýtt Íslandsmet og selt yfir þrjátíu þúsund eintök af Furðuströndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.