Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 16
16 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félags- hyggja snýst um að verja grunnþjón- ustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heim- ild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgar- búi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjald- skrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjón- ustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skóla- máltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna – eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlut- inn að innheimta tekjurnar af barnafjöl- skyldum einum og algerlega óháð efna- hag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mán- aðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mann- úðar. Hann byggir ekki á þeirri samfé- lagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem trygg- ir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikning- inn í stað þess að jafna kjörin. Meirihluti efnaða fólksins Reykjavík Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG Gunnar Bragi spáir í spítala Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram heilar átta fyrirspurnir til heilbrigðisráðherra sem flestar snúa að því hversu öruggt og/eða hag- kvæmt hitt og þetta er í heil- brigðiskerfinu, hvort það hafi verið metið, hvernig það var þá gert, ef ekki þá hvers vegna ekki og hvort hagræðingar sé þörf. Ein fyrirspurnin hljóðar svo: Hvaða hagræði hefur falist í sameiningu Landspítala og Borgarspítala? Hvenær var árangur af sameiningunni metinn síðast? Ekki nógu mikið – og 2003 Þessu er auðsvarað og þarf ekki ráðherradóm til: Árið 2003 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á samein- ingunni og árangri hennar. Þá voru liðin frá henni nokkur ár. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að hún hefði ekki skil- að alveg jafnmiklu og vænst var. Eygló skoðar sjúkrabíla Eygló Harðardóttir, hin ötula sam- flokkskona Gunnars Braga, liggur ekki á liði sínu frekar en fyrri daginn og hefur líka beint fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. Hún vill meðal annars vita hvernig sjúkraflutningum með sjúkrabílum er háttað. Væri ekki nærtækast fyrir hana að senda póst á slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fá að fara þangað í vettvangsferð? Hún gæti kannski fengið að fljóta með sjúkrabíl í nokkra klukku- tíma og kynnast starfinu. Frekar en að láta Guðbjart Hannesson lýsa því fyrir sér. stigur@frettabladid.is Í slensk ungmenni hafa snúið vörn í sókn í lesskilningi ef marka má niðurstöður PISA-könnunarinnar sem gerð var vorið 2009 og birtist í gær. Lesskilningi íslenskra nemenda hafði hrak- að við hverja mælingu síðasta áratug en nú hefur þróunin snúist við. Ísland er í 11. sæti í lesskilningi af þeim 68 þjóð- um sem þátt tóku í PISA-könnuninni að þessu sinni og í 9. sæti af OECD-löndunum 33 sem tóku þátt. Frammistaða íslensku nemend- anna í hinum tveimur greinunum sem skoðaðar eru í könnuninni, stærðfræði og náttúrufræði, hefur ekki breyst marktækt. Þar er frammistaðan lakari en í lesskilningi. Ísland er þó yfir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði en undir því í náttúrufræði. Full ástæða er til að fagna þessari ágætu frammistöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Góður les- skilningur liggur til grundvallar frammistöðu í flestum öðrum námsgreinum auk þess sem hann er forsenda þess að geta aflað sér upplýsinga í því textaflóði sem á nútímamanninum dynur. Kannski hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hafa vald á því að nýta sér þær upplýsingar sem búa í öllu því lesmáli sem fyrir augu ber dag hvern. Góður lesskilningur íslenskra barna ber sannarlega grunnskólum landsins gott vitni. Kennarar og forráðamenn íslenskra grunnskóla mega því vera stoltir af frammistöðu sinna barna eins og börnin sjálf og foreldrar þeirra. Engu að síður gefa nokkur atriði sem fram koma í niðurstöð- um PISA-könnunarinnar tilefni til að staldra við og huga að því hvað megi betur gera í íslenskum skólum. Ísland er til dæmis ekki lengur í hópi þeirra þjóða sem minnstan breytileika hafa milli frammistöðu nemenda eftir skólum eins og verið hefur og þar hafa íslenskir skólar svarið sig í ætt við skólana í nágrannalöndunum. Sömuleiðis er heilmikill munur á frammistöðu íslenskra nemenda eftir landshlutum og hallar þar heldur á landsbyggðina gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Í könnuninni kemur einnig fram verulegur munur á lesskilningi grunnskólanema af íslenskum uppruna annars vegar og nema af erlendum uppruna hins vegar. Þetta á raunar einnig við um frammi- stöðu í stærðfræði og náttúrufræði og bendir til þess að ekki sé nægilega vel haldið utan um nám barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Sérstaklega er staða nemenda sem eru fæddir erlendis ásamt báðum foreldrum sínum lakleg miðað við aðra nemendur. Margt bendir til þess að mismunur sé að aukast í íslensku sam- félagi og niðurstöður PISA-könnunarinnar nú gætu bent til þess að sá mismunur endurspeglist að einhverju leyti í skólunum. Það hefur lengi verið eitt af markmiðum íslensks skólakerfis að stuðla að jafnræði og jafnrétti meðal nemenda og vega að einhverju leyti upp félagslegan mismun. Vera kann að draga megi þá ályktun af niðurstöðum PISA-könnunarinnar að íslenskum grunnskólum takist ekki eins vel upp á þessu sviði og æskilegt væri. Könnun eins og PISA er auðvitað enginn stóri dómur um skóla- starf á Íslandi eða í þeim löndum sem taka þátt. Hins vegar er um að gera að rýna í niðurstöðurnar og nýta þær í þeim tilgangi að gera góða skóla enn betri. Lesskilningur íslenskra ungmenna batnar. Vörn snúið í sókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.