Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 46
30 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Tónlist ★★★ Alpanon Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín hefur verið yfirburðasveit undanfarin ár. Tvær fyrstu plöturnar hennar, Sleep- drunk Seasons (2007) og Terminal (2009), eru margverðlaunaðar og af mörgum taldar bestu plötur síðustu ára í íslensku poppi. Hjaltalín hefur líka verið dugleg við spilamennsku og lagt í mörg metnaðarfull verk- efni. Útsetningin á Þú komst við hjartað í mér var snilldarleikur og á Listahátíð 2009 spilaði hljómsveit- in eftirminnilega tónleika í Íslensku óperunni með kammersveit. Og svo voru það stór tónleikar með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í júní 2010 sem nú eru komnir á geislaplötu og DVD-disk undir nafninu Alpanon. Popphljómsveitir sem spila með Sinfó er konsept sem gengur misvel upp, en það er óhætt að reikna með góðu þegar Hjaltalín á í hlut þar sem klassískur þráður er þegar í tónlist hennar. Og það er margt sem gengur upp á Alpanon. Umgjörðin er falleg og það eru ágæt tilþrif í gangi í útsetningunum. Umslagið er líka fallegt, tilbrigði við hið frá- bæra umslag á Terminal. Hljóm- urinn er góður og öll vinnsla til fyrirmyndar. Samt varð ég fyrir vonbrigðum með þessa tónleika. Kannski hefði mátt leggja meira upp úr nýju efni. Á disknum eru tvö ný lög, A Bag Lady og Year of the Horse, og það eru mín uppáhaldslög á Alpanon, sérstaklega það fyrrnefnda. Þrjú lög eru af Sleepdrunk Seasons og níu af Terminal. Það er kannski vandamálið við þessa útgáfu. Það er of stutt liðið frá því að Term- inal kom út og búið að spila mörg þessara laga í tætlur síðustu miss- eri. Og útsetningarnar bæta litlu við lög eins og Sweet Impressions, Stay By You og Feels Like Sugar. Stærri útsetning er ekki endilega betri. Kannski hefði mátt hugsa einhver lög alveg upp á nýtt? Fyrir utan nýju lögin eru samt nokkur sem koma sérstaklega vel út, t.d. Traffic Music, Hooked on Chili, Song From Incidental Music og Trailer Music. Á heildina litið er Alpanon falleg- ur pakki fyrir Hjaltalín-aðdáendur þó að það dragi úr hvatanum til að setja hann í tækið hvað maður er búinn að heyra mörg þessara laga oft undanfarið. Það verður spenn- andi að hlusta á hann eftir svona fimm ár og meta hann upp á nýtt. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Margt vel gert, en nýju lögin hefðu mátt vera fleiri. Fallegur pakki fyrir aðdáendur Þrátt fyrir að hafa starfað í stuttan tíma er hljómsveitin Skálmöld tilbúin með plötu, búin að skrifa undir útgáfu- samning og á leiðinni á risa- stóra þungarokkshátíð í Þýskalandi á næsta ári. „Við höfum trú á því sem við erum að gera,“ segir gítarleikarinn Björgvin Sigurðsson í hljómsveit- inni Skálmöld. Víkingarokksveitin Skálmöld var stofnuð í fyrra og kemur fram á Wacken Open Air-hátíðinni, sem er stærsta þungarokksútihátíð heims, næsta sumar. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1990 og yfir 80.000 manns sóttu hana á þessu ári, en þá komu fram hljómsveitir á borð við Iron Maiden, Mötley Crüe og Slayer. Á næsta ári hefur myrkraprinsinn Ozzy Osbourne boðað komu sína ásamt hljóm- sveitum á borð við Judas Priest og Sepultura. En hvernig fer ársgömul hljóm- sveit að því að komast á Wacken? „Það er góð spurning. Ætli það sé ekki aðallega heppni,“ segir Björgvin. „Hópurinn sem fór þang- að í fyrra tók með sér kynningar- diska frá okkur og lét menn hafa. Það var greinilega einhver sem var hrifinn og okkur var boðið að taka þátt.“ Björgvin vísar þar í hljómsveit- ina Sólstafi, sem kom fram á Wack- en í fyrra, og tónleikahaldarann Þorstein Kolbeinsson. Hann hefur staðið fyrir árlegri hljómsveita- keppni þar sem þungarokkarar keppast um að fá að koma fram á hátíðinni. Meðlimir Skálmaldar eru engir aukvisar, en þeir koma úr hljóm- sveitinum Ljótu hálfvitarnir, Ampop, Innvortis, Klamydía X og Hraun. Og það er ýmislegt á döf- inni, fyrir utan stærstu þunga- rokkshátíð heims. „Við erum á leiðinni til Svíþjóðar að spila á tvennum tónleikum. Platan kemur út í næstu viku, þannig að það er mikið að gerast hjá okkur núna,“ segir Björgvin. Færeyska útgáfu- fyrirtækið Tutl gefur plötu hljóm- sveitarinnar út. Lagalisti plötunnar var tilbúinn áður en Skálmöld kom fyrst saman, en á plötunni er sögð saga sem vísar í íslenska goðafræði. „Um leið og hljómsveitin var stofnuð var lagður grunnur að plötu,“ segir Björgvin. „Svo voru lög samin fyrir plötuna. Við vorum langt komnir með að taka upp plötuna þegar við spiluðum á fyrstu tón- leikunum. Þetta er concept-plata sem segir eina sögu í tíu lögum. Okkur fannst hugmyndin svo flott að við vikum aldrei frá henni.“ atlifannar@frettabladid.is Skálmöld bókuð á stærstu þungarokksútihátíð heims DUGNAÐUR Hin ársgamla Skálmöld hefur gert meira á einu ári en margar hljómsveitir gera á fimm. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ FASTER kl. 8 - 10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10 THE NEXT THREE DAYS KL. 5.45 JACKASS 3D KL. 5.45 16 16 12 12 Nánar á Miði.is FASTER kl. 5.50 - 8 - 10.10 FASTER LÚXUS kl. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE NEXT THREE DAYS KL. 8 - 10.40 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3.50 - 6 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 ARTHÚR 3 KL. 3.40 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.50 AULINN ÉG 3D ÍSL. TAL KL. 3.50 16 16 16 12 L 12 L L L FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 ARTHÚR 3 KL. 6 SKYLINE KL. 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 BRIM KL. 6 16 14 L L 12 L 12 L 12 HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TAL ÍSL. TAL "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL - bara lúxus Sími: 553 2075 PARANORMAL ACTIVITY 2 8 og 10.10 16 FASTER 8 og 10.10 16 THE NEXT THREE DAYS 8 og 10.30 12 NIKO OG LEIÐINN TIL STJARNANNA 6 - ISL TAL L ARTÚR 3 6 - ISL TAL L ÚTI ER ÆVINTÝRI 6 - ISL TAL L 12 12 10 10 10 10 10 10 10 10 LL L L - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK M I Ð A S A L A Á M I Ð A S A L A Á LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 HARRY POTTER kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 RED kl. 8 - 10:20 KONUNGSRÍKI UGLANNA M/ ísl. Tali kl. 5:50 THE JONESES kl. 5:50 - 8 - 10:10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 DUE DATE kl. 8 - 10:20 THE SWITCH kl. 5:50 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5.30, 8 og 10.30 HARRY POTTER kl. 5, 6, 8, og 9 DUE DATE kl. 8 og 10.10 GNARR kl. 6 7 LIFE AS WE KNOW IT kl. 6 - 8 - 10:10 HARRY POTTER kl. 6 - 9 “SPRENGHLÆGILEG” ALI GRAY, IVILLAGE.COM “FUNNY, SEXY AND SURPRISINGLY SWEET!” SAINT BRYAN, NBC-TV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.