Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 10
 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR10 WIKILEAKS: Skjöl úr sendiráði Bandaríkjanna ÓKEYPIS RÚÐUVÖKVI FYRIR DÆLULYKILSHAFA Komdu við á bensínstöð Atlantsolíu við Bíldshöfða í dag á milli kl. 16 og 18. Sýndu dælulykilinn og við fyllum á hjá þér með rúðuvökva af bestu gerð. Rúðuvökvinn frá Kemi er lyktarlaus og þolir -18°C en gáðu að því að hámarksáfylling er 3 lítrar á bíl. AKTU ÖRUGGARI INN Í SKAMMDEGIÐ MEÐ TANDURHREINA RÚÐU. Starfsmaður bandaríska sendi- ráðsins var árið 2006 sendur í rannsóknarferð inn á nektar- staðinn Goldfinger í Kópavogi, þar sem hann fékk tilboð um „kynlífsþjónustu“, eins og það er orðað í skýrslu sendiráðsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birt- ingu á. Rannsóknarferð sendiráðs- starfsmannsins, sem ekki er nafn- greindur í skjalinu, var þáttur í samantekt fyrir árlega skýrslu Bandaríkjastjórnar um mansal í heiminum. Sendiráðið leggur á ári hverju mikla vinnu í Íslandskafla skýrsl- unnar, þar sem fjallað er um man- sal á Íslandi, hversu algengt það er, hvernig löggjöf sé háttað og til hvaða aðgerða stjórnvöld hafa gripið. Við undirbúning skýrslunnar árið 2006 ræddu starfsmenn sendiráðsins við þrettán manns, þar á meðal við Guðrúnu Jóns- dóttur, fjölmiðlafulltrúa Stíga- móta, Jóhann Benediktsson, lög- reglustjóra á Suðurnesjum, og Ásgeir Davíðsson, eiganda Gold- finger. Ásgeir er sagður neita því að nokkuð ólöglegt fari fram á Gold- finger. „Starfsmanni embættisins, sem heimsótti staðinn, var engu að síður boðin kynlífsþjónusta – sem bendir til þess að eigendur og lögregla láti að minnsta kosti sem þeir sjái ekki ólögmæta iðju sem stefnir konum í hættu. Hann tók einnig eftir því að einn dansar- anna virtist vera með glóðarauga, sem gæti – að vísu eingöngu byggt á atvikslýsingu – bent til misnotk- unar í tengslum við starfið.“ - gb Fékk tilboð um kyn- ferðislega þjónustu Bandaríska sendiráðið sendi einn starfsmanna sinna inn á nektarstað í Kópa- vogi til að kanna þar ástandið. Heimsóknin var þáttur í samantekt sendiráðsins fyrir Íslandskaflann árlega í skýrslu Bandaríkjastjórnar um mansal í heiminum. ÁSGEIR DAVÍÐSSON Einn við- mælenda bandaríska sendiráðs- ins um mansal á Íslandi. GOLDFINGER Starfsmaður bandaríska sendiráðsins tók eftir því að einn dansarinn var með glóðarauga. Hvalveiðar Íslendinga eru meðal þeirra mála sem reglulega koma til umræðu í skýrslum bandaríska sendiráðsins til stjórn- valda í Washington. Bandarísk stjórnvöld eru andvíg hvalveiðum og koma þeim skilaboðum jafnan til skila á fundum með fulltrúum íslenskra stjórnvalda. Meðal annars er rætt um tregðu Japana til að kaupa hvalkjöt frá Íslandi og í júlí 2009, þegar veiðar á langreyðum voru hafnar á ný eftir þriggja ára hlé, skýrir Neil Klopfenstein sendi- ráðunautur frá því að hafa rætt við sendifull- trúa Japans, sem sagðist „ekki telja að neinn mark- aður væri fyrir langreyð- ar í Japan“. Einar Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, hafi hins vegar svarað því til þegar þetta var borið undir hann, að markaðsmál væru á könnu einkafyrirtækis en ekki vandamál íslenskra stjórnvalda. „Skortur á markaði fyrir kjöt af langreyði virðist ekki hafa nein áhrif á veiðarnar,“ segir í skýrslu frá Klopfenstein. - gb Fjallað um skort á markaði fyrir hvalkjöt í Japan: Einar lét sér fátt um finnast Fyrir þingkosningarnar vorið 2007 segir í skýrslu bandaríska sendi- ráðsins að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé einn þeirra óútreiknan- legu þátta sem gætu haft áhrif á þróun mála eftir kosningarnar. Hann hafi nokkrum sinnum átt í deilum við ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar, meðal ann- ars um fjölmiðlafrumvarpið 2004. Hafðar eru eftir „sérfræðingum í núverandi stjórn“ vangaveltur um að Ólafur Ragnar sé „sannfærður um að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé að valda þjóðinni óbætanlegum skaða“ og gæti því átt það til að „taka annað fordæmislaust skref í maí og veita einum vinstriflokkanna umboð til stjórnarmyndunar“. Tæpu ári síðar, þegar Ólafur Ragnar skýrði frá því í áramótaræðu sinni að hann myndi bjóða sig fram til fjórða kjörtímabils í embætti, segir Neil Klopfenstein að með þessu hafi Ólafur frestað öllum áformum um að bjóða sig fram til alþjóðlegs embættis, til dæmis á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt hafi áformum um að ævisaga forsetans yrði gefin út á ensku fyrir næstu jól verið frestað um óákveðinn tíma. „Ævisagan, sem líklega átti að hefja veg Grímssonar á alþjóða- vettvangi, var víða talin liður í undirbúningi þess að hann skipti um starfsvettvang,“ segir Klopfenstein. - gb Olli bandaríska sendiráðinu nokkrum heilabrotum: Sagður óútreiknanlegur EINAR GUÐFINNSSON Tölvuþrjótar hafa nú tekið sig saman um að ráðast á vefsíður fyrirtækja sem neitað hafa að veita upp- ljóstrunarsíðunni Wikileaks þjónustu. Þannig hafa þeir ráðist á svissneska bankann PostFinance, sem hefur fryst inneignir Wikileaks á reikningi sem notaður var til að afla fjár til starf- seminnar. Einnig hafa þeir ráðist á síðuna PayPal, sem hætti að taka við greiðslum til Wikileaks. Meðal þriggja bankareikninga sem gefnir eru upp á vef- síðu Wikileaks er einn í Landsbanka Íslands. Þeim reikningi hefur ekki verið lokað og engar ákvarð- anir hafa verið teknar um að loka honum, að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa bank- ans. - gb Tölvuþrjótar koma uppljóstrunarsíðunni Wikileaks til varnar: Árásir til stuðnings við WikileaksÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Ævisaga á ensku talin liður í undirbúningi alþjóð-legs starfsvettvangs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.