Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 8
8 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR 1. Hvaða stofnun hér á landi vildu Bandaríkjamenn ekki að lögð yrði nið- ur, samkvæmt lekaskjölum Wikileaks? 2. Til hvaða verðlauna hefur auglýsingaherferðin Inspired by Icelands verið tilnefnd? 3. Hvað kallast húsið sem áður stóð við Vonarstræti 12, en hefur verið flutt í Kirkjustræti? SVÖR 1. Varnarmálastofnun. 2. European Excellence Awards. 3. Skúlahús. IÐNAÐUR Gosverksmiðjan Klettur, við Köllunarklettsveg í Reykjavík, var formlega opnuð í gær. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opn- aði verksmiðjuna. „Stofnendur leituðu í smiðju íslenskra hönnuða, hugvitsmanna og ýmissa sérfræðinga sem allir lögðu sitt af mörkum til að taka þátt í mótun íslensks fyrirtækis,“ segir í tilkynningu, en saga verk- smiðjunnar er rakin til ársins 2009, þegar hópur fólks, nýfluttur aftur heim til Íslands, leitaði leiða til að leggja sitt af mörkum við atvinnu- uppbyggingu. „Alls hafa um og yfir 100 manns komið að uppbygg- ingu verksmiðjunnar á einn eða annan máta,“ segir í tilkynningu, en 25 eru sagðir eiga Klett, þeirra á meðal helstu starfsmenn, ásamt vinum og fjölskyldum. „Í þeim hóp er enginn fagfjárfestir og enginn þekktur fjárfestir.“ Áréttað er að forðast hafi verið að taka lán. Framleiðsla Kletts er eingöngu ætluð á markað hér. „Mundi hann- aði miðann á flöskuna sem skartar myndum af Íslendingum og texta úr íslenskum dægurlögum og bók- menntum. Tvær línur drykkjarteg- unda, Kletta GOS og Kletta VATN, með ýmsum bragðtegundum hafa þegar litið dagsins ljós. Á næstu mánuðum munu svo fljótlega bæt- ast við fleiri vörutegundir.“ - óká HJÁ KLETTI Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra opnaði Klett í gær. Hún bragð- ar hér á framleiðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gosverksmiðjan Klettur opnuð við Köllunarklettsveg í Reykjavík: Horft í hverja krónu við stofnunina NÝSKÖPUN Háskólinn í Reykja- vík, HR, hefur bæst í hóp bak- hjarla Nýsköpunarkeppni grunn- skólanna og ætlar að styðja við keppnina á næstu árum. Marel hefur stutt við keppnina frá upphafi, eða í nítján ár, og mun halda því áfram. Nú í haust hófst tuttugasta ár keppninnar, sem lýkur að ári. „Þetta eru tímamót því HR ætlar að færa keppnina upp á nýtt stig,“ sagði Anna Þóra Ísfold, framkvæmdastjóri keppninnar. Anna bendir á að nám í nýsköp- un fylgi ungu fólki út í lífið, gefi því tól til að fá hugmyndir og gera þær að veruleika. Uppskeru- hátíð keppninnar er vinnusmiðja sem haldin er á haustin. Þar eru lokaskrefin formuð. Keppnin er fyrir alla grunnskólanemendur og ætlað að efla áhuga á tölvu- og verkfræðigreinum. Að meðaltali áttatíu grunn- skólar af 174 taka þátt í keppn- inni ár hvert og hafa þátttak- endur sent samtals átta þúsund hugmyndir inn í keppnina á síð- ustu þremur árum. Grunnskólarnir sem taka þátt hér eru hvaðanæva af landinu, en fáir í Reykjavík. Anna segir það vonbrigði. „Á þessum aldri eru börn svo opin fyrir því að bæta heiminn og umhverfi sitt. Ef sköpunargáfan er ekki þjálfuð og henni haldið við lokast hún.“ - jab Háskólinn í Reykjavík verður bakhjarl Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda: Virkja sköpunargáfu barna Jóhanna Höeg Sigurðardóttir, sem varð nítján ára 4. desember síðastliðinn, er jafn gömul Nýsköp- unarkeppni grunnskólanemenda. Hún segir nýsköpunarhugsun mikilvæga í daglegu lífi. Jóhanna býr að því að hafa verið nemandi við Þjórsárskóla í Árnesi þegar Svanborg Jóns- dóttir, ein þeirra sem stofnuðu til Nýsköpunarkeppninnar, var kennari þar. Kennsluhættir og áhugi Svanborgar settu mark sitt á skólann og fékk hann eitt árið verðlaun fyrir að senda flestar hugmyndir í keppnina. Sjálf hefur Jóhanna nokkrum sinnum tekið þátt í Nýsköpunarkeppninni, unnið í tvígang, og systur hennar tvær líka. Þar af hefur elsta systir hennar lent í þriðja sæti. Nám við Þjórsárskóla nær upp í 7. bekk og þurfti Jóhanna að ljúka grunn- skólanámi á Flúðum. Þar líkt og í framhaldsskólum er ekki lögð áhersla á nám í nýsköpun líkt og í Þjórsárskóla. Svanborg var hins vegar í sambandi við Jóhönnu eftir skólaskiptin og tók hún þátt í keppninni árið 2007, þá sextán ára. Hún bar sigur úr býtum í einum flokki af fjórum með fiðurfesti, sem hún útbjó fyrir páfagaukinn sinn, að hennar sögn þar sem hún var orðin þreytt á því að þrífa upp eftir hann. „Ég reyni alltaf að sjá lausnina,“ segir Jóhanna og viðurkennir að hún vilji síður sópa vandamálum undir teppi. Sér lausnir í stað vandamála MEÐ FIÐURFESTINN Hugmynd Jóhönnu byggir á því að setja pappír með flugna- lími í botn á fuglabúri og grind ofan á. Dúkurinn tók við mesta skítnum og gerði þrif Jóhönnu léttari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hringdu í síma ef blaðið berst ekki PALESTÍNA, AP Talsmaður ísraelsku utanríkisþjónustunnar segir viður- kenningu Argentínu á sjálfstæði Palestínu valda vonbrigðum. Argentína viðurkenndi á mánu- dag frjálst og sjálfstætt ríki Palestínu miðað við landamæri landsins eins og þau voru dregin upp árið 1967. Viðurkenning Argentínu kemur í kjölfar sam- bærilegrar ákvörðunar Brasilíu í síðustu viku. Löndin hafa þar með bæst í hóp um 100 ríkja sem viður- kennt hafa Palestínuríki síðustu tvo áratugi. - óká Hafa viðurkennt Palestínu: Ísrael lýsir von- brigðum sínum VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.