Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 29
jólagjöfi n hans ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2010 5 ● UPPÁHALDSMYNDIN Á DVD Lítið mál er að finna gjafir fyrir kvikmyndaáhugamenn. Þó þarf að vinna nokkra heimildarvinnu fyrir gjafakaupin til að athuga hvað viðkomandi á nú þegar í safni sínu. Bæði má leita í nýútgefnar myndir en einnig er skemmtilegt að finna gamlar og klassískar myndir sem vantar í safnið. Gaman er líka að finna íslenskar myndir. ● GLAÐN- INGUR Bókin Saga jólanna eftir Árna Björnsson þjóð- háttafræðing hefur að geyma margvíslegan fróð- leik. Jólagjafir eru meðal annars til umfjöllunar og kemur fram að ekki hafi orðið vart við ein- staklingsbundnar jólagjafir á Ís- landi fyrr en á 19. öld. Reiknað var með að hver heimilismaður fengi nýja skó og flík á jólunum en frekar var litið á það sem aukaþóknun eða desember- uppbót en jólagjöf. Eftir að þétt- býlismyndun varð í Reykjavík reyndu nokkrir skósmiðir að höfða til jólaskónna í auglýs- ingum. ● PÚKASKAPUR Ef þinn maður er einn þeirra sem finnst leiðinlegt að fá mjúka pakka rétt eins og blessuð börnin gæt- irðu brugðið á það ráð að stríða honum örlítið fyrir þessi jól. Ákveðir þú að gleðja hann með harðri gjöf skaltu vefja henni inn í gamalt handklæði eða peysu eða setja ofan í íþrótta- tösku og pakka svo öllu saman í jólapappír. Fylgstu svo með óborganlegum svipbrigðunum fyrst þegar þú afhendir honum „mjúku“ gjöfina á aðfangadag og síðan þegar sannleikurinn kemur í ljós. ● PERSÓNULEG ÁLETRUN Hægt er að leita til gullsmiða um að letra á ýmsa málmhluti, allt frá úrum til zippo-kveikjara. Hjá Meba í Kringlunni kost- ar áletrun 1.200 krónur að 10 stöfum en hver stafur eftir það kostar 120 krónur. Einnig má finna einhver fyrirtæki sem merkja stutterma- boli, handklæði, derhúfur og bolla með stöfum og jafnvel persónulegum myndum. Þar má nefna Merkt í Faxafeni og Bros á Norðlingabraut. ● SPILAFJÖR Flestir karl- menn eru keppnismenn og því er kjörið að gefa þeim spil sem þeir geta spreytt sig á með vinum sínum og/eða fjölskyld- unni. Árlega koma ný borðspil á markað og nú í ár hafa að minnsta kosti bæst þrjú við þau sem fyrir eru, Popp punktur, Fimbulfamb og Þú veist. Þar með er ekki sagt að spil sem áður eru komin út séu á nokk- urn hátt fallin úr gildi. Það eina sem þarf að gera áður en þeim er pakkað inn nú er að kanna hvort viðtakandinn eigi þau fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.