Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 26
 8. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hans 1. Heildarsafnið af Sex and the City. Ekki gefa honum eitthvað sem er augljóslega ætlað fyrir sjálfa þig en ekki hann. 2. Fótboltatreyja með merki rangs félags. Ekkert særir meira en að fá staðfest- ingu á því að þú þekkir hann ekki neitt. Liðið sem hann heldur með er heilagt. Hafðu það á hreinu. 3. Bollastell. Alveg sama hversu góður kokkur hann er og smekklegur í sér, þá langar hann ekki í bollastell í jólagjöf. 4. Eyrnalokka. Segir það sig ekki sjálft? 5. Gjafabréf í líkamsvax. Sendir þau skilaboð að þér þyki líkami hans ekki nógu aðlaðandi. Ekki uppbyggilegt fyrir ástalífið. - fsb Líkamsvax Eyrnalokkar Bollastell Sex and the City Fótboltatreyja Mörgum þykir erfitt að finna jólagjafir handa sínum heittelskaða. Frumlegt skal það vera auk þess sem gjöfin á að vekja ómælda lukku og ekki sakar að hún sé hagnýt. Þrír valinkunnir Íslending- ar segja frá bestu jólagjöfinni sem þeir hafa gefið maka sínum. Vel lukkaðar jólagjafir Ég man vel eftir þeirri jóla-gjöf sem hefur vakið hvað mesta lukku,“ segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari um best heppnuðu jólagjöf hennar til eiginmannsins Gunnars Kvaran. Þau eiga bráðlega silfurbrúðkaup og hafa því verið gift í 25 ár. „Það var lambaskinnsjakki sem ég held að sé orðinn yfir tuttugu ára og er enn í notkun daglega,“ segir Guðný glaðlega. Hún segist hafa borgað skildinginn fyrir jakkann á sínum tíma en það hafi borgað sig. „Ég fékk hann hjá manni sem var að selja þýskar leðurvörur í Kjör- garði,“ segir Guðný, sem sjálf fékk forláta leðurpils að gjöf frá Gunn- ari úr sömu verslun sem hefur nýst vel. „Gunnar hefur farið vel með jakkann, látið gera við hann og farið með hann í hreinsun,“ upp- lýsir Guðný. Hún segir jakkann enn mjög vinsælan. „ Ef ég er að leita að bíllyklinum þá veit ég ná- kvæmlega hvar ég á að leita. Í vas- anum á gula skinnjakkanum. Guðný sér ekki eftir peningunum sem fóru í rándýra skinnjakkann. Felix Bergsson, leikari og út-varpsmaður, kveðst ekki muna nákvæmlega hvað hann gaf eiginmanni sínum Baldri Þór- hallssyni stjórnmálafræðingi fyrstu jólin sem þeir áttu saman. Hann þykist hins vegar nokkuð viss um að jólagjafirnar til síns heittelskaða hafi ávallt hitt í mark. „Ég gef honum nú yfirleitt prakt- ískar gjafir, til dæmis eitthvað sem hann hefur vantað, eins og úr og farsíma,“ segir hann og bætir við að mesta lukku veki þó yfirleitt eitthvað sem tengist einu helsta áhugamáli bóndans. „Hann er mik- ill útivistarmaður og það hefur alltaf virkað vel að gefa honum eitthvað í tengslum við það.“ Ekki rekur Felix minni til ann- ars en að gjafirnar hafi glatt Bald- ur, enda segir hann eiginmanninn allt of vel uppalinn til að láta annað en þakklæti í ljós. En hver skyldi vera besta gjöfin sem hann hefur sjálfur fengið frá Baldri? „Í fyrra fékk ég alveg geð- veika úlpu frá 66 gráður Norður og er eiginlega alltaf í henni síðan, hvert sem ég fer,“ segir hann. „Svo fékk frá honum fallegt og karl- mannlegt hálsmen frá Jens fyrir tíu til tólf árum og ber það enn.“ - rve Felix segist naskur á jólagjafir sem gleðja eiginmanninn. GPS-staðsetningartæki varð fyrir valinu í fyrra handa mínum heittelskaða,“ segir Margrét Eir Hjartardóttir söng- kona og heldur áfram. „Hann fer mikið á rjúpu og var einhvern tíma búinn að nefna að hann lang- aði í svona tæki. En hann er ekki mjög tölvu- og símavænn og því hefur tækið ekki verið notað enn þá enda er hann maður sem fer sínar eigin leiðir. Hann verður lík- lega að vera svolítið villtur fyrst. Tækið er samt komið úr umbúðun- um svo við skulum segja að málið sé í vinnslu. Svo er það spurning hver gjöfin verður í ár. Ég reyni alltaf að átta mig á hverjar óskirnar eru áður en ég fer af stað í innkaupin. Þess vegna legg ég við hlustir allt árið um kring.“ - gun „Ég var búin að hugsa mig lengi um áður en ég keypti GPS-tæki,“ segir Margrét. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins verja konur og karlar jafn miklum tíma í eld- húsinu og er jafnvel ívið meira um að karlpeningurinn eldi matinn. Þeir vilja margir hafa góðar græjur við höndina og er ýmislegt sem freistar. Fréttablaðið hafði samband við tvær verslanir og fékk ábendingar um heimilistæki sem höfða til karlmanna. Græjur í eldhúsið Heimilistæki Ken- wood-hrærivél 89.995 krónur. Heimilistæki Matvinnsluvél með bland- ara 39.995 krónur. Bræðurnir Ormsson Popp- vél 9.900 krónur. Bræðurnir Ormsson Martello-kaffivél 29.900 krónur. Fimm gjafir sem þú átt aldrei að gefa honum Bræðurnir Orms- son Skaftryksuga 19.900 krónur. Heimilistæki Mínútugrill 21.995 krónur. Bræðurnir Ormsson Jamie Oliver pottar og pönnur. JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið fæst á N1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.