Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 4
—(JS— ]>ingi voru, næst komanda sunnudag. Og kirkja Pembina-safnaSar er og fullgjörö nú, og búizt við, að hún verði, ef til vill, víg'ð rétt á eftir að J>ingi jiessu er slitið. ]>á er Garðar-söfnuðr, sem líklega er aflmesti söfnuðr félags vors, í óða önn um ]>essar mundir að koma sér upp veglegu guðshúsi, og enn er ein kirkja að koma upp í Vídalíns-söfnuði innan ]>essa byggðarlags. Ahuginn fyrir kirkju- byggingum liefir augsýnilega verið mikill í ]>essum ýmsu söfnuðum, enda stór- mikið lagt í sölurnar ]>eirra vegna, og er J>ar fyrir meira en lítið að ]>akka. Skvrslur um hagi sunnudagsskóla hinna ýmsu safnaða hafa ekki verið sendar mér nema úr sumum söfnuðum félagsins, ]ö að síðasta kirkjuj>ing á kvæði, að ]>að skyldi gjört af öllum söfnuðum. Form }>að, er sam]>ykkt var fyrir slíkar skýrslur, lét eg prenta fyrir félagið í haust og sendi þaS út urn söfnuðina. Að svo miklu leyti sem mér hafa verið sendar sunnud.skólaskýrslur á árinu, ]>á er yfirlit yfir ástœður sunnudagsskóla vorra af mér lagt fram fyrir almenning í síðasta nr. (Júní-nr.) ,,Sam.“, og bendi eg kirkju]>inginu á ]>að ágrip. Eftir þvi, sem ]>ar kemr fram, hefir ekki komizt á sunnudagsskóli i neinum söfnuði, ]>ar sem hann var ekki á kominn í fyrra. En í sumum sunnu- dagsskólunum hefir verið. sýnileg framfor, einkum að þvi leyti, að tala þeirra unglinga, sem stöðugt hafa sótt skóla, hefir farið vaxandi. En langt um of fátt er enn af fermdum ungmennum, sem hjá oss sœkja sunnudagsskóla, og af fullorönu fólki nærri ]>ví enginn. Pembina-söfnuðr er |>ó nú upp á síðkastið einstakleg undantekning í ]>essu efni, því þar er fulloröiö fólk farið að sœkja skólann. f>að verðr endilega að reyna að halda ungmennunum á sd.skólanum eftir að þau fermast. Ef vér missum þau úr sd.skólanum með fermingunni eða rétt eftir hana, ]>á er svo hætt við, að þau missist líka um leið út úr kirkj- unni, og þá er fermingin, sem á að hjálpa safnaðalífi voru við, orðin að tál- gröf fyrir kirkju vora, eins og hún vitanlega er orðin svo hörmulega almennt á íslandi. Eg vildi leggja það til, að kirkjufélagið á kvæði, að framvegis væri árlega skýrslur sendar frá öllum prestum safnaðanna til forseta félagsins um allar fermingar, sem fram fara innan félagsins, til þess að ávallt verði hœgt að vita, hver hinn kirkjulegi vöxtr vor er í fermingarlegu tilliti. Ályktan síð- asta kirkjuþings út af fermingunni ætti þetta kirkjuþing að athuga og enn að nýju að leggja almenningi safnaða vorra á hjarta, eins og það lika ætti að styðja að þvi, að þeir söfnuðir, sem enn hafa engan sunnudagsskóla, flýtti sér aS koma slíkum skólum hjá sér á fót. Bindindismálinu var ekki sem allra bezt tekið á síðasta kirkjuþingi, og þó er ]>að í rauninni óneitanlega eitt af hinum brennandi spursmálum nútíðarinnar, og ]>að getr naumast verið, eins og nú stendr, kirkju vorri alveg óviðkomanda. }>ví ef kirkjan er ófáanleg ttl aS taka það að sér, þá gjöra aðrir það, sem, ef til vill, ekki neitt sinna kirkjunni. Nú er líka Good Templar-félagið óðum að gjöra það meðal íslendinga. }>aS byrjaði fyrst heima á Islandi, og nú er það tek- ið til starfa meðal Islendinga i Winnipeg, og það breiðist líklega bráðum út um hinar ýrnsu byggðir Islendinga. Sú spurning liggr nú, þá er svona stendr, fyrir: Að hverju leyti á kirkja vor að styðja starfsemi þess félags? Good Templarar spyrja í Winnipeg, og að því verðr sjálfsagt bráðum spurt víöar, þar sem kirkju- fólk vort er: Er kirkjan því hlynnt eða ekki, að myndaðar sé af oss bind- indis-stúkur fyrir börn? Eg vildi nú skora á kirkjuþing þetta, að taka mál þetta til ihugunar, til þess vér getum komið oss niör á því, hvernig vér eigum sameiginlega að standa, að þyí er þaS snertir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.