Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 19
—83-
H'nir, sem hafa eignazt og munu eignast vígðar kirkjur,
ætti því aS varast að hafa nokkuö jiaS um hönd innan ve-
handa kirkjunnar, sem er vanheilagt eöa hversdagsleg't, og
allt það, sem rýrt getr þá virðing og lotning, sem kristnir
menn liafa fyrir guðs-húsum sínum. Prestar og söfnuðir
verða í sameining að vaka yfir þessari helgi vígðra kirkna;
svó þeir ekki taki það, sem þeir hafa gefið guði með ann-
arri hendi, burt með hinni og getí það í öfuga átt.
Vér skulum nú, samkvæmt því umboði, sem kirkju-
þingiö hefir gefið oss, telja upp það, sem að sjálfsögöu á að
fara fram í kirkjunum, og það, sem oss finnst megi fram
fara í þeim, án þess að helgi þeirra sé rýrð:
^ I.
1. Guðsþjónusta safnaðarins, 2. sunnudagsskólinn, 3. und-
irbúningr barna undir ferming, 4. safnaðarfundir, 5. fundir
til samrœðu um trúarmál, 6. kirkjuþing.
II.
1. Fyrirlestrar kirkjulegs eða uppbyggilegs og mennt-
anda innihalds, 2. söngsamkomur ('concerts) með kristilegum
blæ, 3. bindindisfundir, 4. jólatrés-samkomur.
j)að er álit vort, að kirkjuþingið ætti að ráða söfnuð-
Unum frá, að liafa á samkomum sínum vistir með sér inn
i kirkjurnar og neyta þeirra þar, en sé hœgt að koma þess
háttar við í einhverju hýsi, er standi í sambandi við kirkj-
Urnar, sjáum vér ekki ástœðu til að úti loka það, svo fram-
arlega að hinar sérstöku ástœður safnaðarins útheimti, að
slíkar samlcomur sé haldnar.“ (Nefndin).
Samþykkt án nokkurra breytinga.
])á lagði nefndin í prestþjónustumálinu fram
svo látanda álit sitt, er samþykkt var eftir nokkrar um-
í'œður í einu liljóði:
„Oss er það kunnugt, að Frelsis-söfnuðr og Fríkirkju-
söfnuðr í Argyle-sveit hafa beðið formann kirkjufélagsins
að vera í útvegum um prest frá Islandi fyrir ])á söfnuði, og
að mál það er á góðum vegi til framkvæmda; álítum vér því,
að kirkjufélagið þuríi ekki að liafa það atriði til meðferðar.
Með tilliti til safnaöanna í Dakota leyfuin vér oss að
talca það fram, að oss virðist of mikið ætlunarvorlc fyrir