Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 15
■79—
hjá áminnztum árásum, þá álítum vér einnig nauSsynlegt,
til þess að komast. hjá áhrifum slíkra árása, aö ástunda af
fremsta megni að við halda kristilesri starfsemi og sam-
heldni hvers einstaks safnaðar og kirkjufélagsins í heild sinni.
2. Vér álítum nauðsynlegt í ýmsum tilfellum, þar sem
nefndar árásir koma frá kirkjufélögum eða öðrum, sem, eins
og Presbyteríanar í Winnipeg, látast gjöra þær guðs ríki
til ellingar, að þeim hinum sömu sé gjört vitanlegt og skilj-
anlegt, ef unnt er, hversu skaðlegar slíkar árásir geti ver-
ið íyrir kirkju og kristindóm þjóðar vorrar.
3. Kirkjuþingið kjósi einn mann til að vera English
Oorresponding Secretary, er hafi á hendi bréfaviðskifti fyr-
u’ hönd kirkjufélagsins við ensk kirkjufélög og einstaka
nienn, að svo miklu leyti sem nauðsyn ber til.
4. Enn fremr ráðum vér til þeirrar aðferðar við
mntöku manna í söfnuði kirkjufélagsins, að lýst sé yfir við
opinbera guðsþjónustu, sem þeir sjálfir taki þátt í, inngöngu
sérhvers manns, af prestinum eða hverjum þeim, sem stjórn-
nr þeirri samkomu.“
(Nefndin).
Var þá lesið upp álit nefndarinnar í málinu: ávarp
til safnaðanna í Minnesotaog annarra ísl.
s a f n a ð a og f 1 o k k a h é r í 1 a n d i, og samþykkti þingið
það í einu liljóði óbreytt eins og hér kemr:
„Nefndin, sem kvödd var til þess aö semja ávarp frá
kirkjuþinginu til safnaðanna í Minnesota og annarra safn-
aða og flokka þjóöar vorrar hér í landi, sem standa fyrir
utan kirkjufélag vort, hefir oröið ásátt um svo hljóðanda ávarp:
Með því að vér, hinir íslenzku lút. söfnuöir í Ameríku,
erum svo fámennir, að skildir og um leið veikir; og meS
því að vér flnnum svo mikillega tii þess, hve nauðsynlegt það
er, að vér höldum saman og stöndum fastir á þeim grund-
velli, sem vér allir höfum sameiginlegan, en sem svo hætt
er við að vér skeikum á, þar eð vér erum svo að skild-
u' og tvístraðir víðsvegar um Bandaríkin og Canada, ef vér
eigi samðinum krafta vora; og með því að vér hljótum allir
oð viðrkcnna, að styrkleikr vor cr eingöngu kominn und-
u‘ því, að vér höldum saman í anda og verki, svo að bróðir