Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 14
„Herra forseti! Nefnd sú, er þér fóluð það á hendr, að
endrskoða reikninga „Sameiningarinnar", hefir nú loki'S þeim
starfa, að því leyti sem kostr er á. Nefndin efast ekki
um, að reikningarnir sé réttir; en liún leyfir sér virðing-
arfyllst að benda á það, að framvegis ætti ætíð öll fylgi-
skjöl jafnframt aðalreikningi að vera lögð fram fyrir yfir-
skoðunarnefnd. Enn fremr ræðr nefndin til þess, að út-
gáfunefnd „Sameiningarinnar" semji stutt yfirlit yfir fjárhag
blaðsins, samkvæmt fram lögðum reikningum, og að það
yfirlit verði svo prentað með fundargjörningum frá þessu
þingi.“
(Nefndin undir rituð).
Samþykkt í einu hljóði.
j)ví næst lagði nefndin í bókaútgáfumálinu fram
álit sitt. j)að hljóðaði svo:
„Vér, sem kosnir vorum í nefnd til þess að íhuga bóka-
úts’áfumálið, höfum komizt að svo lútandi niðrstöðu:
Undir nú verandi kringumstœðum ráðuin vér kirkju-
þinginu að eins til að kjósa standandi nefnd með nœgum
tíma, sem hafi á hendi undirbúning útgáfu nýrrar sálma-
bókar, er sérstaklega sé sniðin eftir kröfum vorum hér í
landi; og viljum vér ráða til, að í slílca sálmabólc yrði
teknir allir Passíusálmarnir. Einnig álítum vér, að ómiss-
anda væri, að bókin yrði með nótum yfir hvert það lag,
sem fyrir kœmi í henni, svo að hún um leið gæti orðið
notuð fyrir nótnabók."
(Nefndin undir rituð).
Eftir að málið hafði verið rœtt um hríð kom fram til-
laga um að fresta því til óákveðins tíma og var það sainþykkt.
J)á var lesið upp og lagt fram á ný álit nefndarinn-
ar í málinu: árásir utan að gegn kirkju vorri, og
var það samþylckt í þeirri mynd, sem hér kemr fyrir:
„Vér, sem vorum kosnir til að íhuga, hvað kirkjufélag-
ið geti gjört til að verjast árásum gegn liinni íslenzlcu lút-
ersku kirkju vorri frá félögum eða einstökum mönnum,
sem standa fyrir utan kirkjufélagið, leyfum oss að leggja
fyrir þingið þessar bendingar:
I. Eins og vér álítum, að eigi sé unnt aö komast