Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 5
■69— Kirkjublað félags vors ,,Sam.c< hefir haldið áfram síðan í fyrra líkt og áðr, °g mun skýrsla um fjárhag þess verða lögð fyrir fundinn. Blaðið þyrfti að fá niiklu meiri útbreiðslu cn enn er orðið, ekki fyrst og fremst til þcss að fjárhagr þess yrði betri, svo góðr, að lækka mætti verð þess eða stœkka Jxið og þá láta verðið haldast, sem er, heldr einkum til þess, að þær bendingar og upplýsingar nm kristileg og kirkjuleg efni, er blaðið hefir meðferðis, geti orðið kunnar fleir- nm af fólki þjóðar vorrar. Ilinir einstöku mótstöðumenn kristindónlsins vor á mcðal eru auðvitað mótstöðumenn ,,Sam.“, enda heflr ,,Menningarfélags“-andinn hinn nýi hérna í nágrenninu í seinni tíð komið sumum til að segja sig frá blað- inu. Sú kaupendafækkan hefir þó ekki mikla þýðing, því aðrir hafa komið í þeirra stað. En lir því að kirkjufélagið telr Jjað ómissanda fyrir sig að láta halda úti kristindómsmálablaði í sínu nafni, þá ætti J;að að styöja að útbreiðslu J>ess og efling með öllu móti, og meðal annars sérstaklega fá því á komið, að ungmenni, sem fermast í söfnuðunum, gjörist með fermingunni reglulegir kaup- endr og lesendr þess. Siðan í fyrra hafa engir nýir söfnuðir gengiö í kirkjufélagið. Hópr manna í svo kallaðri pingvallanýlendu nálægt Langenburg við vestrtakmörk Manitoba- fylkis er J)ó í þann veginn að mynda söfnuð, sem eflaust gengr í félagið. Fjöldi nf íslenzku fólki hér í landi stendr enn sem fyr fyrir utan alla söfnuði, og J;að miklu fleiri en í fyrra, með því að á seinasta ári luifa langt um fleiri Tslending- ar flutzt til þessa lands að heiman heldr en þeir, sem síðan hafa orðiö safnaða- limir hjá oss, eins og augljóst mun verða af skýrslum þeim, er lagðar munu fram fyrir kirkjuþingið, um nú vcrandi tölu fermdra og ófermdra safnaðalima hinna ýmsu safnaða. Af skýrslu þeirri, er féhirðir leggr fram fyrir kirkjuþing þetta, fá menn séð, hvernig íjárhagr félagsins stendr. Með auglýsing prentaðri í ,,Sam.“ hefl eg minnt söfnuðina á, að greiða í félagið tillag samkvæmt því, sem samþykkt var a síðasta kirkjuþingi. Fyrir komanda ár mun að líkindum hærra tillag en þá var á kveðið ómissanda. Ut af því, hve fljótir sumir þeirra, er komizt hafa inn í hinn kirkjulega fé- lagsskap vorn, hafa orðið til þess að snúa bakinu að oss og starfl voru og alveg upp úr þurru tekið að leggja andlegt lag sitt við þá, er alveg ólíkri stefnu fylgja, leyli eg mér að leggja það til, að kirkjuþing vort gefi söfnuðunum bending um það, að meiri varúðar þurfl framvegis að gæta við inngöngu að komanda fullorð- ms fólks í sofnuðina, til Jæss að sú meðvitund komist inn í almenniflg, að það se alvarlegra spor, sem menn stíga með því að ganga í söfnuð, heldr en J>að hefir sýnzt vera að undan förnu fyrir mörgum. þrátt fyrir hina ýmsu örðugleika, sem oss hafa mœtt í hinum kirkjulega fé- lagsskap vorum á liðnu ári, get eg með þakklæti til drottins vottað, að árið heflr yfir höfuð verið blessunarríkt fyrir oss, bezta ár, sem enn hefir komið yfir félag vort. þ>að getr ekki heitið, að eg hafi neitt farið út um söfnuði félagsins síðan i fyrra, og sjálfsagt liefi eg langt um of lítið gjört fyrir félagið, enda hefi eg á hinu liðna ári mjög sjaldan verið al-heilbrigðr“. l»á er menn höfðu hlýtt á þessa árs-skýrslu frá for- seta, var gengið til kosningar á embættismönnum lcirlcju- felagsins fyrir liið komanda ár, og lilutu þessir kosning: forseti: séra Jón Bjarnason, endrkosinn; skrifari: séra N.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.