Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 23
—87—
manna leyfir sér að ráða þinginu tímans og ýmsra kring-
umstœðna vegna til að vísa málinu til hinnar standandi
nefndar til undirbúnings undir næsta kirkjuþing."
þá var rœtt uin tímarit kirkjufélagsins „Sameininguna“,
og á kveðið, að útgáfu þess skyldi haldið áfram, og tilhög-
un ritsins falin útgáfunefndinni. Síðán var sú tillaga borin
fram og studd, að útgáfunefndin greiddi forseta þóknan
fyrir starfa hans við „Sam.“, eftir því sem efni blaðsins
leyfði; en forseti lýsti þá yfir því, að hann myndi ekki
þiggja neitt endrgjald fyrir þetta starf sitt fyrir þetta ár, en
tók fram, að þau beztu laun, sem hann gæti fengið, væri
þau, að hver og einn af kirkjuþingsmönnum styddi af aleíli
að útbreiðsln blaðsins. Var svo tillagan tekin aftr, cn
kirkjuþingið greiddi ritstjóra „Sam.“ þakkaratkvæði fyrir
það, sein hann hefði gjört.
Standandi nefnd þeirri, er kosin yrði, var falið á hendr,
að fá kirkjufélagið á komanda ári lögbundið (incorporerað),
svo framarlega sem hún, að fengnum nauðsynlegum upp-
lýsingum, sæi, að því yrði við komið.
Á kveðið, að sýnishorn það af kirkjugörðum, sem sam-
þykkt var í fyrra á kirkjuþingi, skyldí prentað í „Sam.“
þá kom fram fyrirspurn til útgáfunefndar “Sam.“, hvað
hún hefði gjört í barnablaðsmálinu, og var henni. svarað á
þá leið, að með því að engin toeki væri enn til þess að fá
hér vestra út gefið íslenzkt myndablað, sem menn hugsuðu
sér að barnablað ætti að vera, og með því að mann vant-
aði til að vera ritstjóri slíks blaðs, og með því að útkoma
slíks blaðs myndi að svo stöddu naumast verða til annars
en veikja krafta félagsins til að halda „Sam.“ áfram, þá
hefði útgáfunefnd „Sam.“ fundizt hið mesta óráð að eiga við
slíka blaðútgáfu. En ritstjórn „Sam.“ hefði bent á beztu
lútersku bamablöð Ameríku, og það gæti í bráðina dugað.
Samþykkt, að gjörðabók þessa kirkjuþings, stytt og lög-
uð, skyldi prentuð í næsta (5.) nr. af „Sam.“
Tilboð um stað fyrir næsta kirlcjuþing kom sameigin-
lega frá Fríkirkju-söfnuði og Frelsis-söfnuði í Ai-gyle-sveit
i Manitoba, og var því tekið með þökkum og á kveðið, að
kirkjuþing 1889 skyldi þar haldið.