Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 24
—88—
þá var samþykkt, að grundvallarlögin og aukalögin
skyldi prentuð í „Sam.“
Síðan var kosið í hina standandi nefnd, og hlutu þessir
lcosning, auk prestanna séra Jóns Bjarnasonar, séra Friðriks
Bergmanns, séra N. Steingr. þorlákssonar og séra Magnúsar
Skaftasens: Yilhelm Pálss., Friðjón Friðrikss., E. H. Bergmann.
I minnisvarðanefndina voru aulc forseta kvaddir: séra
Friðrik J. Bergmann og Friðjón Friðriksson.
I útgáfunefnd „Sam.“ voru kosnir allir þeir sömu, sem
áðr voru í henni, og Vilhelm Pálssyni bœtt við sem varamanni.
A kveðið, að ályktan síðasta kirkjuþings viðvíkjandi
ferming slcyldi prenta sérstaklega til útbýtings meðal ung-
linga og annarra meðal íslenzks almennings hér í landi.
]»á var kosinn English Gorresponding Secretary séra
Friðrik J. Bergmann, og honum falið að þakka járnhraut-
arfélögum, sem von er á að flytji þingmenn með niðr
settu verði heim frá kirkjuþinginu.
Víkr-söfnuði þakkað fyrir hinar góðu móttökur, sem
þingið naut meðan það stóð.
Embættismönnum félagsins og sérstaklega forseta þakk-
að fyrir framkomu þeirra á þinginu.
Gjörðabók fyrir þennan síðasta fund lesin og samþykkt.
Fundinum og kirkjuþinginu síðan slitið af forseta,
kl. lþ eftir miðnætti, og flutti varaforseti séra Friðrik J.
Bergmann bœn að skilnaði.
Lcxíur fyrir sunnudagsskólann; þriöji ársfjóröungr 188S.
5. lexia, sd. 5. Ag.: Brennifórnin (3. Mós. 1, 1—9).
6. lexía, sd. 12. Ág.: Friðþægingarhátíðin (3. Mós. 16, 1—16).
7. lexía, sd. 19. Ág.: Laufskálahátíðin (3. Mós. 23, 33—44).
8. lexía, sd. 26. Ág.: Skýstólpinn og eldstólpinn (4.Mós. 9, 15—23).
,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi
$1.00 árg.; greiðist fyrir fram.—Skrifstofa blaðsins: 190 Jemima Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada. —Útgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), I’áll S. Bardal (féhirðir),
Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson.
Pkentsmidja Lögbergs, Winnipeg.