Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.07.1888, Blaðsíða 18
„Nefndin í málinu um „sameiginlegt guðsþjón- u s t u f o r m“ fyrir kirkjufélag vort leyfir sér aS láta þaS álit sitt í ljósi, aS það só eitt af velferSarmálum kirkjufé- lagsins, aS söfnuSirnir komi sér saman um eitthvert fonn fyrir guðsþjónustur sínar, sem um leið og þaS væri sam- eiginlegt fyrir alla söfnuSina væri fagrt og uppbyggilegt og lagaS eftir kirkjusiSum lút. kirkjunnar almennt. Hún álítr, aS það trufli félags- og brœðra-hugmynd safnaSanna, að þeir liafi ólíka kirkjusiði. Aftr á móti álítr hún, að það gjöri einingarbandið sterkara, að hinn ytri búningr guðs- þjónustunnar sé hvervetna hinn sami meðal safnaðanna. En af því aS málið er umfangsmikið og vandasamt og hefir mikið erviði í för með sér, leyfir nefndin sér að ráða kirkjuþinginu til að setja standandi nefnd í mál þetta, sem undir búi það til næsta kirkjuþings, eftir því sem föng eru á. I nefnd þessari ætti ekki aS vera færri en 7 menn, hinir 4 prestar, sem nú þegar standa í kirkjufélag- inu, og 3 leikmenn." (Nefndin). Fundi slitiS kl. 5þ e. m. Eftir kl. 8 var guðsþjónusta lialdin, og prédikaði séra Magnús Skaftasen, og lagði hann út af Matt. 7, 24-27 (niðr- lagi fjallrœðunnar). 8. FUNDR. Fimmtudaginn 28. Júní, kl. 9 f. m. Forseti flutti bœn. Allir á fundi nema Eiríkr H. Berír- mann. — Gjörðabók frá síðasta fundi lesin og samþyklct. — Samþykkt, að skrifari taki mann utan þings til að flýta fyrir bókan fundagjörða. Málið um notkan vígðra kirkna tekið fyrir, og lagöi nefndin, sein út af því hafði verið sett, fram álit sitt þannig hljóðanda: „þegar kirkja er vígð, er hún um leið á kveðin til að vera guðs-hús, bœnahús safnaðarins, það hús, er allar hinar helgustu athafnir í lífi safnaðarins og einstaklinganna fara fram í. Hún er þá frá skilin hverri vanheilagri, hversdags- legri og almennri athöfn, og innan liennar veggja ætti allt að lyíta huganum upp á við. í kirkjuna ætti menn að ganga til þess að fá noering fyrir líf sitt í guSi. Söfnuö-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.