Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 3
—131— eins næma tilfinningu fyrir því og þeir, sem hafa lesiS hana. En aS hun hafi verið það að ástæðulausu eða um skör fram, get jeg ekki farið að kannast við, nema mjer sje sýnt fram á það með góðum og gildum rökum. það hefur minn háttvirti andinálsmaöur ekki gjört. Og hann gefur í skyn, hvers vegna hann gjöri það ekki. Hann treystir sjer ekki til þess, efast um, að það sje hægt, með því móti að segja satt, og gengur þannig inn á, að orð mín um hið kirkjulega ástand þjóöar vorrar, hversu stór og bitur sem honum finnast þau, sjeu ómótinælanleg. Hann segir það sje „hart, já skerandi, að verða að taka þegjandi við annari eins kenningu, sem þessi grein og aðrar bjóða oss vestan um ha£“. .,Og þó er það enn verra“, segir hann rjett á eptir, „enn þá meira skerandi og brennandi, að vera í efa um, hvort vjer allir saman eigum ekki skilið að fá þennan áfellisdóm". það er auðsætt, honum hefur fundizt greinin hafa mjög mikiö satt að mæla. Enda er svar hans engin vörn, heldur áskorun tii leiðtoga vors kirkjulega fjelagsskapar hjer, að gjöra nokkuð nákvæmari grein fyrir skoðunum sínum á kristindómsmálum þjóðar vorrar, en þeir hingað til hafa gjört. Við þeirri áskorun vil jeg fyrir mitt leyti reyna að verða, að svo miklu leyti, som mjer er unnt. Síra Matthías segir að vísu, að grein min þurfi að fá kritik „og það d y n j a n d i kritik". En því kemur hann þá ekki með hana sjálfur ? Mjer hefði þótt sjerstaklega vænt um, að hann hefði gjört það. Mjer hefði verið það sönn ánægja, að vera leiðrjettur og sannfærður af jafn- mannúðlegum andmálsmanni og honum. Hið helzta, sem hann hefur að segja í þá áttina, er, að vjer hjer vestur frá, sem viljum svo gjarna leggja fram vort litla lið, til þess að vekja þjóð vora upp af hennar andlega svefni, sendum heim að eins „orð — orð, að vísu stór og alvar- leg, en orð frá sjálfum oss, orð, sem vjer sjálfir eigum og þekkjum, orð, sem vjer og ótal prestar, sem aldrei stigu fæti vestur um haf, hafa margsinnis hugsað og talað.“ þess- um ummælum ætla jeg eklci að svara hjer, þar sem þau eru svo almenns eölis; en jeg mun gjöra það við tæki-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.