Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 28
—156— „fleiri íslenzkir prestar sjeu líkrar sko5unar“ og M. og jn'í vilji hún ekki hreifa þessu máli“. þetta er og orð að sönnu. Margir hinna íslenzku guðfræðinga eru hlynntir trúarskoðun eingyðismanna og skynsemistrúarmanna, þótt hörmulegt sje til þess að vita. það er í fullu samræmi við vantrú þá, sem nú ríkir á Islandi. Hinir sárfáu sönnu trúmenn meðal hinna íslenzku kennimanna eru að eins leifar frá fyrri tímum. Trúarsstandið á íslandi er mjög líkt því, sem það var á Norðurlöndum í byrjun aldar þess- arar. þetta kemur herlega fram í ræðum prestanna og öðrum ritum þeirra. Og hin nýja biskupskosning var, eins og jeg hef áður sagt, „staðfesting hins veraldlega valds á því trúarlííi og kirkjulífi, sem nú ríkir á Islandi“. það var því eðlilegt, að kirkjustjórnin hreifði sig ekki mikið í þessu máli. Hún áleit það að eins vera „taktleysi af M. J. „að segja frá trúarskoðun sinni, hann hefði getað þagað, og þá hefði allt verið gott“. Sumir af guðfræðingunum í Reykjavík sögðu reyndar, að eitthvað yrði að gjöra í þessu máli, en enginn þeirra þorði neitt að segja, þar sem kirkj- ustjórnin átti í hlut. En fleiri munu þeir hafa verið, sem ljetu það í ljósi, að þeir væru á sömu skoðun og M. J., og einn prestur hefur játað það í „Fjallk.“, ef trúa má oi’ðum „Isafoldai-“. þegar grein M. J. birtist, þá sögðu auð- vitað þeir prestar, sem eru á sömu skoðun og hann, að nú væru þeir ekki lengur bundnir við kenningu kirkjunn- ar. Mjer sárnaði að sjá alla þessa niðurlæging hinnar ís- lenzku kirkju og hreifði því máli þessu með auðmjúkri fyrirspurn til hins nýja biskups í 28. tölublaði „Fjallk.“ Fyrirspurn þessi þótti biskupi allóþægileg, og sendi mág sinn, Björn Jónsson, aptur út af örkinni. þeir mágar gengu milli góðkunningjanna í Reykjavík og töngluðust á því, að jeg vildi láta setja M. J. af, til þess sjálfur að ná í Akur- eyrarbrauðið. þetta var stöðugt umtalsefni þeirra á málskrafsþingunum yfir bjórkollunnm og toddyglösunum. B. J. var svo ósvífinn að bera þetta á borð fyrir lesend- ur sína í „ísafold" hvað eptir annað. Hann sagði, að jeg liefði skrifað fyrirspurn mína af „ílöngun í Akureyrar- rauðið“, Jeg sannaði bonurn þá og sýndi hvað eptir ann-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.