Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 11
139— framtíðarinnar eða „Messías"— Davíö kallaði sig þannig sjálf- an nafni þessu — átti eins og Davíð, að sitja í hásæti á Síon. Og frá Síon átti hann, eins og Davíð, að ríkja yfir heiðingjunum með járnsprota, sem hæglega skyldi brjóta á bak aptur alla mótstöðu og mótþróa. Hann átti að sundurmola óvini sína eins og stökk leirker. 0g þetta átti hann að vera fær um, af því að Jehóva ætlaði að vera með honum, eins og liann hafði verið með Davíð og gjört hans armlegg styrkan. En á Innn bóginn átti sam- bandið milli konungs framtíðarinnar og Jehóva að vera enn þá miklu innilegra en á milli Davíðs og Jehóva. Je- hóva hafði lofað, að hann skjddi vera f a ð i r allrar Da- víðs konungs-ættar, og hún skyldi vera honum sonur, sem hann aldrei myndi útskúfa frá augliti sínu, eins og hann hafði gjört við ætt Sáls, þótt hann gæti neyðst til að refsa lienni, ef hún „breytti illa“. Og þessi sonarstaða er svo algjörlega á sjerstakan hátt tileinkuð hinum mikla konungi framtíðarinnar eða Messíasi. Guð smyr hann — eins og hann hafði smurt Davíð — til konungs yfir Síon, sitt heilaga fjall. 0g með þessari smurningu tekur guð hann sjer í «onar stað. Og þótt því fari fjærri, að vjer í þessuin oiðum Davíðs og samtíðar hans, getum innifalið allt, sem vjer nú felum í þeim, þá er það þó víst, að Jehóva kallar aldrei nokkurn annan einstakan mann s o n s i n n, en konung framtíðarinnar. Og jafn-augljóst er það, að þetta ástúðlega tignarnafn felur í sjer hina mestu sæmd, sem liægt er að hugsa sjer frá sjónarmiði trúaðra fsra- elsmanna. 0g eins og Messías framtíðarinnar stendur í miklu innilegra sambandi við Jehóva, en Messías nútíðar- innar, þannig á hann einnig að „erfa“ miklu stærra veldi. Hann er sonur Jehóva, stjórnara alheimsins. Og af honum fær hann í föðurarf yfirráð yfir heiminum. Davíð bað einnig einu sinni um yfirráð yfir heiminum. En svarið var svo alvarleg refstin, að hún kom honuni til að hætta við allar þessháttar bænir. Ef „sonurinn" beiddi um hin sömu yfirráð yfir heiminum, j)á skyldi ást föður hans gefa honum tafarlaust: „jtjóö'irnar að erfð og jarðarinnar enda til eignar“. Og veldi íoður hans átti að vera honum veð fyr-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.