Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 13
—141—
lofaSi jeg að takast á hendur préstsþjónustu í Frelsis- og
Fríkirkju- söfnuðum í Manitoba, ef söfnuðirnir gengju að
þeim fíkilmálum, er jeg setti. Svar safnaðanna fjekk jeg
í byrjun febrúarmánaðar þ. á. þeir urðu drengilega við
skilmálum mínum, og þá var jeg alráðinn í að fara
vestur. Af ýmsurn orsökum drógst því miður för
mín alllengi, svo að jeg var ófarinn frá Höfn, þegar
landshöfðingi íslands kom þangað í marzm. Við komu
hans frjettist þegar, að biskup Islands, Pjetur Pjetursson,
liefði sótt um lausn frá embætti sínu, og landshöfðined
væri kominn til að setja nýjan biskup á biskupsstól Is-
lands. Allir töldu auðvitað sjálfsagt bæði á Islandi og í
Idöfn, að lector H. Hálfdánarson yrði biskup. En það fór
eins og alkunnugt er, að dómkirkjuprestur Hallgrímur
Sveinsson varð fyrir biskupskosning, og landshöfðingi sendi
mann gagngjört til mín, til að segja mjer að sækja um
Reykjavíkur prestakall. Sendimaðurinn kom með þetta eins
og svar upp á nokkuð annað, sem jeg hafði spurt lands-
höfðingja um. íslendingar í Höfn eggjuðu mig nú ákaft
á að fylgja þessari bendingu landshöfðingja. þeir sögðu, að það
væri skylda mín, að bjóða íslandi þjónustu mína, áður en
jeg færi í aðra heimsálfu, annars væri jeg vanþakklátur sonur.
þeir minntu mig á það, aðjeg hefði þegið óvenjulega mikinn
styrk af fje íslands. Ef jeg færi ekki heim til íslands heldur
vestur um haf, væri jeg landráöamaður. Margt sögðu þeir þessu
líkt. þá beit jeg í mig gremjuna. Enginn skyldi nokkru sinni
geta sagt, að jeg hefði ekki leyst skyldur mínar af hendi
við Island. Jeg afrjeð því að fara heim til Islands, og
sækja um Reykjavíkur prestakall eptir bendingu landshöfð-
ingja og áeggjun landa minna í Höfn. Reykjavík var og
hinn eini staður á Islandi, þar sem mjer fannst jeg geta
gert fullt gagn. það var og hinn eini staöur meðal ís-
lendinga, þar sem jeg hefði getaö lokið við dálítiö ritsmíði,
er jeg var byrjaður á í Höfn. Hin gyldendalska
bókaverzlun hafði lofað að láta prenta rit þetta og gefa
mjer góð ritlaun fyrir það. Ritið átti að vera: Æfisaga
fx-elsarans á íslenzku, og einn af guðfræðiskennui'unum við
háskólann hafði lofað að leiðbeina mjer við samningu rits