Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 29
-157- aS, aS mig gæti engu skipt, hvort hinn eða þessi íslenzkí prestur væri settur af eða ekki. Jeg sannaði honum einn- ig hvaS eptir annaS, aS hann hefði sagt ósatt af ásettu ráSi. Jeg minntist ekki á afsetningu meS einu einasta orSi. jiegar biskup svaraSi fyrirspurn minni meS vanhugs- uSum stórmennsku-orSum í 29. tölublaSi „Fjallk.“, þá svar- aSi jeg þeim mágum í næsta tölublaði sama blaSs, og vísa jeg til þeirrar greinar. MeS því var málinu lokiS frá minni hliS, og gat ritstjórinn um þaS í blaðinu. þetta notaSi B. J. sjer. Hann vissi, aS jeg var þá ferSbúinn af landi burt, eg hafSi eigi thna til aS svara honum. Hann skrifaSi í reiði mikilli alllanga ósanninda-grein um mál þetta, sem á engan hátt er svara verS. þaS er aS eins ítrekun hinna marghröktu ósanninda, er hann hefur áSur sagt. Sumt er skrítiS í grein þessari. Hann segist hafa „flett ofan af“ ,,ósannsögli“ hjá mjer, og jeg hafi „goldiS líku líkt“. þarna hefur honum óvart orSiS á aS viðurkenna þann sannleika, aS hann sjálfur hafi fariS með ósannindi. En þrátt fyrir þessa syndajátning er hann enn þá svo ósvífinn, aS hann neitar aS hafa sagt sumt af því, er stendur meS berum orSum áSur í blaSi hans. Hann neitar nú t. a. m. hinni heimskulegu tilgátu sinni, aS mig hafi „langaS í Akureyr- ar-brauSiS“. Hann hefur sjeS, aS slíkt var svo fráleitt, aS enginn gat trúaS því. AuSvitaS notar B. J. tækifærið til aS lofa mág sinn og kemur fram meS þaS, sem honum hefur lengi legiS á hjarta, að mágur hans hafi veriS „heppi- lega kjörinn" til biskups og „prestar landsins mundu hafa kosiS hann, ef þeir hefðu mátt ráSa“. þetta er sannarlega heimskuleg og hlægileg ályktun. Prestar íslands þekkja ekki biskup Hallgrím hið minnsta. Hann hefur nálega ekkert ritaS. Margir prestar hafa auSvitaS heyrt til hans í dómkirkjunni í Reykjavík, en hvort þaS befSi orSiS hon- um til meSmælingar, læt jeg alveg ósagt. B. J. hefur í sumar haft tvö erfiS mál aS verja fyrir húsbónda sinn, landshöfðingjann. Annað er biskupskosningin, og hitt er „svikamillu“ráfilagiS viS landsbankann. En hann hefur lagt fram alla krapta sína, því biskupinn er mágur hans, og landsbankinn er lánardrottinn hans. Yörnin hefur auðvit-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.