Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 27
 —155— setjum svo, aS nýi biskupinn haíi látiö ];a‘5 í ljósi, aS honum væri til einkis aS sækja um prestakall þetta vegna þeirrar trúarvillu, sem borin væri á hann í „Isafold““. Af góðum og gildum ástæðum hefur B. J. ekki svarað þessu, því sök bítur sekan. Fátt getur verið lúalegra, en þessi aöferð, sem höfðingjarnir í Reykjavík beittu gegn M. J. „Isafold" er látin bera á hann trúarvillu til þess, að fá ástæSu til að ganga .fram hjá honum og taka fram yfir hann þann mann, er í engu tiliiti getur við hann jafnast, og sem hvorki er andríkari prjedikari nje meiri reglumað- ur, en meginþorri liinna í&lenzku presta. Og enn þá lúa- legra var það að bera í þessum tilgangi á M. J. þá trú- arvillu, sem er algeng meðal hinna íslenzku piesta, og ekki svo mjög „illa sjeð á hinum hærri stöðum“ í höfuð- stað Islands. Og hve mikil alvara hafi fylgt þessu trúarvand- læti kirkjustjórnarinnar, geta menn sjeð á því, að vegna trúarvillu gat M. J. ekki verið prestur í Reykjavík, en á Akureyri mátti hann vera. það er ekki að undra, þótt M. J., af gremju yfir þessari lúalegu aðferð, leiddist til að rita hina alkunnu grein sína í 22. t.bl. „Fjallk.“. þar beinir hann auðsjáanlega þessum orðum til B. J. „þess vegna er morð og stórþjófnað að skoða sem tikölulega skaðlitla glæpi hjá þeim glæp, að vopna hleypidóm almennings og valdamanna gegn þeim mönnum, sem af köllun og kristilegri trú vilja reyna að vekja nýjar lífs- og trúar-skoðanir í spilltum og sofandi söfnuðum“. þessi orð benda á það, að M. J. hafi verið dálítið gramur í hug, þegar hann skrifaði grein sína, og því er eigi ólíklegt, að hann hafi tekið heldur djúpt í árinni, er hann fór að lýsa trúarskoðun sinni. Hann hef- ur því að líkindum skrifað miklu ineira, en hann hefði gjört við rólega yfirvegun og íhugun. þegar þessi grein M. J. kom út, var mikið rætt um hana manna á meðal. Auðvitað þagði kirkjustjórnin og allir hinir íslenzku guð- fræðingar. þá skipti auðvitað engu, þótt grundvallarsann- indum kristinnar trúar væri neitað af prestum þjóðkirkj- unnar. „Fjallk." skoraði „á kirkjustjórnina hvað eptir ann- að að taka til máls, en þegar hún svarar engu, þá lætur blaðið jiess getið, að hún ef til vill hafi veður af því, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.