Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 12
140— ir, aS þessi yfirráð skyldu eigi raskast. Hann gæti hlegiS jafnvel að hinum <5ttalegustu uppreistar tilraunum, eins Jehóva sjálfur í himninum hló aö þeim. Annar sálmurinn í sálmabók Israelsmanna sýnir oss mynd þessa af konungi framtíðarinnar, og Jehóva talar til hans hin þýðingarmiklu orð: þú ert sonur minn. Sálmurinn er, reyndar ortur stuttu eptir hinn mikla sigur, sem Davíð (og Jóab) unnu yfir mjög hættulegu sambandi. það hafði myndazt gegn honum meðal þjóðanna, er bjuggu umhverf- is, og höfðu þær áður verið honum vinveittar. Eptir sigur þenna hugsar hann til þcss, hversu hættulegt áhlaup heið- ingjanna hafði sýnzt í fyrstu, og hversu algjörlega því hafði verið hrundið af höndum með aðstoð Jehóva. Og allt þetta ummyndast og skýnst fyrir hugskotsaugum hans sem fyrirmynd þess, er einhvern tíma í framtíðinni mundi koma fyrir hinn rnikla niðja hans. Hann ætti ekki að keppa við Ammónita, Móabita, Edóminga og Sýrlendinga heldur við konunga og fursta a 11 rar jarðarinnar. Og þessi mynd, sem eðlilega hlaut að myndast fyrir hugskotsjónum Dayíðs, samkvæmt þeirri „uppfræðing andans“, er hann sem trúaður ísraeliti hafði, varð, þegar „andi Jehóva kom kröpt- uglega yfir hann“ að einum hinum dýrðlegasta og ágætasta sálmi í öllum hinum helgu kvæðum Israelsmauna. UMSÓKjY MÍN UM REYKJA VÍKUR PRESTARALL. Eptir Hafstein Pjetursson. það er skylda mín, að gjöra greiu fyrir umsókn minni um Reykjavíkur prestakall, þar sem Isafold hefur áður minnzt á það mál. Mál þetta er þannig vaxið. I fyrra suinar kom það til orða milli okkar síra Jóns Bjerna- sonar í Winnipeg, að jeg gjörðist prestur Islendinga hjer í Yesturheimi. Jeg ljet tilleiðast, af því jeg að svo stöddu ekki gat lokið við nám mitt við liáskólann í Höfn, og á íslandi var ekkert handa mjer að gjöra um jiær mund- ir. Mjer fannst og, að það eitt ætti jeg Islendingum að þakka að engin skylda bindi mig við ísland. I nóv. f. á.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.