Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 14
—142— þessa. Jeg var byrjaSur fyrir nokkru á riti þessu, og mjer þótti mjög sárt að verða að hætta við það. Áður en jeg lagði á stað til íslands, skrifaði jeg síra Jóni Bjarnasyni og sagði honum, hvernig málinu væri komið. Jeg færi heim til Reykjavíkur og sækti um dómkirkju-brauðið, en ef jeg fengi það ekki, þá kæmi jeg tafarlaust alfarinn vestur. Jeg fór svo heim til Reykjavíkur í maímánuði og var þar þangað til í lok júlímánaðar. Jeg hafði lofað kunningjum mínum í Höfn að fara eigi úr Reykjavík fyrr, en útsjeð væri um dómkirkju-brauðið.Jeg vai'ð því að bíða þar með ærnum kostnaði langa lengi, því brauð þetta var látið „standa uppi“ miklu lengur, en lög virðast leyfa. Lands- höföingi og biskup vildu með öllu móti sjerstaklega koma einum af umsækjendum að, og það einmitt þeim manni, er sárfáir í söfnuöinum viídu hafa fyrir prest sinn. Lands- höfðingi og biskup voru svo ákaíir, að tillögur þeirra til ráðgjafans í þessu máli virðast jafnvel fara fram á fullkoiuið lagabrot. Orsökin til þess, að þeir ekki gættu hófs í þessu máli, var þessi: hin nýja biskupskosning hafði auðvitað ekki mælzt vel fyrir í Reykjavík. Mönnum þótti vera gengið fram hjá þeirn manni, er sjálfsagður var til þess embættis. þetta fann landshöfðingi og biskup, og því vildu þeir friða þann, sem fram hjá hafði verið gengið við biskupskosninguna, með veiting dómkirkju-brauðsins. þannig batt hvað annað fyrir landshöfðingja, en þetta hafði liann eigi íhugað, þeg- ar hann gjörði mjer orð að sækja um dómkirkju-brauðið. Seint í júlímánuði var „innstillt“ til dómkirkju-brauðsins, og undir eins og því var lokið, skrifaði jeg til Frelsis- og Fríkirkju-safnaða, að jeg kæmi vestur til þeirra mcð sept- emberferðinni. Jeg fór svo snöggva ferð norður í Húna- vatnssýslu til að kveðja ættingja mína og var svo kominn aptur til Reykjavíkur á vesturleið minni, þegar síra Jón Bjarnason kom þangað um mánaðamótin júlí og ágúst. þess þarf eigi að geta, að hann hvorki latti mig nje hvatti til að halda áfram ferð minni vestur. Hann ljet mig alveg sjálfráðan, og ytir höfuð kom hann auðvitað fram við mig, eins og ávallt áður, sem sannur heiðursmað- ur. Hann á alls engan þátt í ferð minn vestur um haf.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.