Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 9
—137—
á tind frægðarinnar, en því hafði þó verið seinna útskúfa'S.
Sú hugsun hlaut nauðsynlega aS vakna hjá DavíS, aS lík
örlög mundu, ef til vill, bráðlega koma yfir hans eigin ætt,
ef hún einnig syndgaSi gegn hinum stranga yfirkonungi Isra-
elsmanna. En þaS skal eigi verSa, segir guS. Hann ætlar
aS vera konungsætt þessari faSir, og hún skal vera honum
sonur. Ef hún breytir illa, þá mun guð refsa henni meS
„manna vendi og mannsins barna höggutn“ (meS endan-
legri og skammvinnri hegningu). En guðs miskunsemi skal
ekki snúa frá ættinni, eins og hann hafði tekið miskun-
semi sína frá Sál og hans húsi, er hann hafSi afmáð fyr-
ir augum DavíSs. En Davíðs hús og Davíðs ríki skyldi
vera staðfest til eilífSar fyrir augliti guSs, og niSji DavíSs
skyldi byggja hús handa Jehóva. þaS gefur aS skilja,
aS þessi orS Natans hlutu aS hafa mikil áhrif á huga
Davíðs. Hver sem leggur grundvöll til stórrar konungs-
ættar, hlýtur aS vera áhyggjufullur um framtíS hennar.
Og þó þetta væri skoðaS aS eins frá þeirri hliS, þá hlutu
þessi orS frá guði að vera honum til mikillar huggunar.
I fyrstu hefur hann víst ekki sjeS neitt annaS eða meira
í þeim. Bæn hans, er þegar í stað svarar guðs gæSskuríka
fj'rirheiti, og þakkarorS hans (2. Sam. 7, 18 o. s. frv.) benda
ekki á neitt annaS. En Davíð gat aldrei gleymt því fyrir-
heiti, sem guS hafði gefið „húsi þjóns síns og sem á sjer
langan aldur“. Alla æfi hans hugsar hann við og við um
þetta og jat'nvel á banasænginni snýst hugsun hans um
hið sama. 0g þaS gat ekki hjá því farið, aS hann hlyti
aS setja þetta orS í samband við hin göndu fyrirlieit,
sem feSrunum liöfðu veriS gefin, aS af þeirra afkvæmi skyldu
allar þjóðir á jörSinni blessun hljóta. Og einmitt á þcim
tíma sjmdist ]iví þannig varið, að þetta oiS ætti bráð-
lega aS rætast. Og ef allar þjóSir veraldarinnar ættu ein-
hvern tíina aS hljóta blessun frá Israelsþjóð, og ef enn
fremur ætt hans ætti að sitja á konungsstóli í Israel til
eilífSar, þá var mcS því sjálfsagt, aS einn af niðjum hans
yrði hinn mikli hamingjuboði jarSarinnar, og ljeti öll hin
gömlu fyrirheit drottins rætast, Smátt og smátt hefur og
Davíð farið að skilja, að þetta ar ætlun drottins, þótt