Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 5
—133
hefur sjeS, aS hjer hafa veriS myndaSir söfnuSir, og aS
allir )?essir söfnuðir hafa myndað eitt allsherjar kirkjufje-
lag; og til þess aS koma öllu þessu á, liefur það víst ekki
getaS dulizt honum, aS menn hafa lagt mjög mikið í sölurnár.
Hefur nú tilgangurinn með allt þetta getað dulizt lionum?
Hefur hann ekki orSið þess var, aS allt þetta hefur veriS
gjört, til þess aS varSveita kristindóm þess hluta fólks vors,
sem hingaS hefur fiutt ? Og svo spyr hann, hvort vjer höf-
um kristindóm. Fólk vort hjer leggur út svo þúsundum
dollars nemur á einu ári, til þess að koma sjer upp vönd-
uðum kirkjubygginguin, svo orS kristindóinsins og hin hei-
lögu sakramenti megi „búa ríkulega" meSal vor. Og saint
er þaS spurt: „hafið þið kristindóm?" HiS eina kristindóms
tímarit, sem til er á voru máli, „Sameiningin", liefur ekki
þótt neitt sjerlega myrk í máli. Hún hefur ekki dregið
neinar dulur á markmiS hins kirkjulega fjelagsskapar meS-'
al vor. Hún hefur vitnað svo hátt og meS svo sterkum
rómi um hinn lifandi kristindóin sem hiS eina frelsi frá
andlegum dauða fyrir þjóð vora, að sá vitnisburSur stend-
ur eins einstakur nú á dögum í hinni íslenzku kirkju,
eins og „Sameiningin“ sjálf stendur einstök í bókmennta-
legu tilliti. Vjer höfuin átt í höggi við ýmsár andlegar
stefnur, er ráðizt hafa með oddi og egg aS þeifn kristin-
dómi, er vjer höfum prjedikað, til aS verSa houum að bana.
Annarsvegar trúleysið, sem neitar öllum grundvallar átiiS-
um kristindómsins, hefur opinberun drottins í ritningunni
aS sífeldum skotspæni og treður villumannlega undir fót
allt þaS, er trúin heldur heilagt, til þess að koma- því í
fyrirlitning hjá fólki voru og fá það til þess gjörsamlega
aS snúa bakinu viS kristindóminum. Hins vegar skrípa-
trúin, sem meS sínu ógurlega þröngsýni lierpir sjóndeildar-
hring mannsins saman, í stað þess að lypta honúm upp á
sjónarhæðir sannleikans, eins og hinn sanni kristindómur
ætíð gjörir, — sem snýr hinni kristilegu hugsun mannsins
í andlega brjálsemi, og fer eins og óhemjandi eldur yfir
allt sálarlíf hans, svo ekkert verSur eptir nema ein út-
brunnin auðn. ViS báSar þessar stefnur höfum vjer átt í
höggi, og „Sam.“ hefur sannarlega vitnað gegn þeim báðurn