Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 16
—144 nú í því nær 900 ár hefur útbýtt fólkinu sannindum frelsisins. þess vegna er þaö engan veginn um skör fram, aS „Sameiningin”, setn er hið eina kirkjulega máigagn á vorri tungu, hefur tekið þaS aS sjer aS fletta ofan af hin- um ýmsu meinum kirkju vorar og leitast viS, aS svo miklu leyti sem unnt er, aS sýna fram á, hvernig hún getur öSlazt heilbrigSi sína aptur og slitiS þá hlekki fyr- irlitningarinnar, sem hún nú liggur fjötruS í. Kirkja þjóð- ar vorrar austan hafs og vestan er tengd hinurn nánustu böndum. Engum getur dulizt, aS kirkjan á íslandi býr kirkju vorri hjer í hendur. ' Heilir hópar koma á hverju ári hingað vestur, og hvernig þaS fólk kemur hjer fram í kirkjulegu tilliti, er allt eptir því, hvort það kemur aS heiman meS kærleik í hjarta sínu til kirkjunnar eða fyr- irlitning og hatur. þess vegna er það lífsspursmál fyrir kirkju vora hjer, að nýtt andlegt líf geti vaknað í kirkj- unni á íslandi. Annars er ekki aS búast viS því, aS vjer getum safnað því fólki, sein aS heiman kemur, saman í söfnuSi og kirkjufjelag hjer. það, sem þeir menn, er annt hefur veriS um, aS hinn vesturflutti hluti fólks vors týndist ekki algjörlega í kirkju- legu tilliti, fyrst og fremst hafa sett sjer fyrir, er það, aS sjá um að söfnuðir yrSu myndaðir hvervetna í hinum ís- lenzku byggðarlögum. þetta var gjört hjer víðast hvar nokkurn veginn um leið og byggðirnar hófust, og því er haldiS áfram enn þar, sem nýjar byggðir myndast. þessir söfnuðir hafa myndað hið íslenzka kirkjufjelag; þeir mynda þannig eina samanlmngandi heild meS sameiginlegri fjelags- skipun. Grundvöllurinn, sem þessi fjelagsskapur byggist á, er, eins og auSvitaS er, hin sameiginlega trú. Hún er um leiS hið bindandi afl, sem heldur þessari fjelagsheild saman. Fólk vort er allt fætt og uppalið í hinni lútersku kirkju. Enda hafa söfnuSir vorir sýnt það með safnaðarlögum þeim, er þeir hafa samjiykkt, að þeir hafa ekki viljaS skipta uin trúarjátning, þótt hingað væri komiS í nýja heimsálfu. Sú grein í safnaSarlögum vorum, sem aS trúarjátning safnaS- anna lýtur, hljóðar þannig: „Söfnuðurinn játast undir lær- dóma heilagrar ritningar á sama hátt og hin lúterska

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.