Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1889, Blaðsíða 4
—132— færi á ('iSrum síað, því ekki má ganga þegjandi fram hjá . þeirn. Enn fremur tekur síra Matthías þaö fram, að jeg kcnni guðfræðingunum einura um hinn andlega dauða, sem nú ríkir á fósturjörð vorri, og hann kallar þá ákæru berntlíUhga. En þetta hef jeg ekki gjört. Jeg sagði að eins, að niðurlæging sú, sem kirlcja þjóðar vorrar nú er stcdd í, væri prestastjettinni að kenna.. Og sú ákæra get- ur mjer engan veginn fundizt bernskuleg. því jeg veit ckki betur, en það sje prestastjettin, sem til þess er sett ineðal þjóðanna, að skapa andlegt, kirkjulegt líf og hrinda dauða og rotnun á dyr með vitnisburðinum um frelsið og frelsarann. Og jeg veit ekki betur, en það sje almennt viðurkennt, að það sje ónytjungsskap og andleysi presta- stjettarinnar að kenna, þegar dauði og rotnun einkennir hið kirkjulega líf hjá einhverri þjóð. það er ekki krist- indómurinn, sem hefur tapað neinu af sínu upprunalega atíi til að skapa andlegt líf og andlegan áhuga,—- andlegt sumar í hjörtum Jjóðanna, ef svo má að orði komast. En það er þeim að kenna, sein eiga að flytja einni þjóð kristindóminn, ef vitnisburður þeirra um hann er þannig lagaður, að hann kemur málefni kirkjunnar og kristin- dómsins í fyrirlitning. Og fyrir frammistöðu prestanna er kirkja þjóðar vorrar í annari eins fyrirlitning og niður- læging, og sýnt er fram á í fyrirlestri. þeim, scm áður er bent á, urn vorn kirkjulega arf. Jeg trúi því ekki fyrr en jeg neyðist til þess, að þeim, sem þann fyrirlest- ur lesa, finnist sú ákæra sjerlega bernskuleg, að presta- stjett íslands beri ábyrgðina fyrir hið [kirkjulega ástand, eins og það nú er í landinu. því næst spyr síra Matthías, hver sá kristindómur sje, sein vjer prjedikum. „Hafið þið kristindóm ? Hvern þá ?“ spyr hann oss ennfremur. Ekkj má hann taka mjer það illa upp, þótt jeg segi honum, að fremur þyki mjer þessar spurningar hans undarlegar. Hátt á fjórða ár hefur hann lesið kristindóinstimarit það, Sem vjer gefum út hjer vest- ur frá. Hann hefur fylgt með í allri vorri baráttu bjer betur en flestir, ef ekki allir, bræður vorir heima. Hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.