Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 15. desember 2010 Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s 25 %- 40 % af ö ll um f at as ká pu m Gleðileg Jól Jólaverð 21.900,- Fullt verð 28.900,- blátt, grátt, svart, fjólublátt, brúnt og vínrautt Support T il bo ð Bókahillur í úrvali Margar gerðir af sjónvarpsskápum Jólaverð 15.500,- Fullt verð 20.300,- T il bo ð kr. 18.800,- Sverrir Jakobsson leggur til mála sem póst-módernískur sagnfræðingur og sósíalisti á breiðsíðum Fréttablaðsins. Í grein sem birtist í þessu blaði í gær „Íslensk stjórnsýsla og fangaflugið“ fjallar hann fyrst um lélegar heimildir úr banda- ríska sendiráðinu, notar síðan þær sömu heimildir ef þær geðjast honum sem rök í pólítík og fjallar loks um hræði- lega atburði sem höfðu ævarandi sár áhrif á fjölskyldur bæði hér á landi og í fjarlægri heimsálfu án þess að virða nýrri atburði því tengda viðlits. Er sagnfræði undirlægja stjórnmálabaráttu, Sverrir? Upplýst er af skjöl- um Wikileaks að tveir starfsmenn utanríkis- þjónustunnar, sem báðir voru þekktir af starfi í stjórnmálum fyrir Fram- sóknarflokkinn, gerðu lítið úr fréttatilkynningu utanríkisráðu- neytisins um rannsókn á fanga- flugi í júní 2007 í einkasamtali við bandarískan diplómat. Hvor- ugur þessara manna starfaði að málinu né hafði nokkra þekkingu á því frá fyrstu hendi. Þann 23. júní 2007 tilkynnti utanríkisráðuneytið um sérstaka skoðun á meintu fangaflugi í kjölfar útkomu seinni skýrslu Martys til þings Evrópuráðsins í Strassbourg. Tilefnið var að sú sem þetta ritar hafði við lestur skýrslunnar á útkomudegi séð Íslands getið í 3. fylgiskjali sem lendingarstaðar í flutning- um Þjóðverjans El-Masri sem var alsaklausum rænt af CIA og fluttur í fangabúðir í Afganistan. Utanríkisráðherra ákvað tvennt: Rannsókn byggða á gagnagrunni Evrópuráðsins, upplýsingum frá Amnesty International og öllu sem fannst í fjölmiðlum um lend- ingar hér á landi frá septem ber 2001 til júní 2007. Í öðru lagi í samstarfi við tollayfirvöld, flug- málastjórnir, lögreglu o.fl. var tilkynnt um inngöngu og leit í öllum flugvélum. Á það reyndi síðan í nóvember þegar Sjónvarp- ið flutti fyrstu frétt um fangaflug á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið eins og vera bar og vélin flutti enga fanga. Aðferðafræði Íslands í þessu máli fylgdi tilmælum Amnesty og Evrópuráðsins vandlega og ytri skilaboð Íslands voru skýr, að landið tæki mannréttindi og varnir gegn pyntingum alvar- lega og myndi ekki líða flug með fanga sem væri brot á alþjóðlegum mannréttindalögum. 21 Söndag, fréttaþáttur dansks sjónvarpsins, kom hingað sér- staklega í febrúar 2008 til að fjalla um þessar aðgerðir sem fyrirmynd fyrir eigin ríkisstjórn. Skýrslan sýndi að vélar með flug- númer úr gagnrunnunum höfðu ítrekað lent hér á landi í fortíð- inni en fangaflug verður ekki staðfest með óyggjandi hætti fyrr en Bandaríkjamenn eru reiðu- búnir til samstarfs um að upplýsa það eða einhverjum tekst að leka óyggjandi heimild þar um. Ríkisstjórn Íslands var hins vegar sannarlega aðili að hörmu- legum atburði í Kjúklinga- stræti í Kabúl 2004 sem Sverrir víkur að. Árið 2008 ákvað utan- ríkisráðherra að fela tveimur fyrrverandi hæstaréttar dómurum að vera ytri rann- sakendur atvika og atburðarásar sem þarna var og fara yfir við- brögð íslenskra stjórn- valda vegna þeirra og hvort gera mætti betur. Fjölskyldur áttu um sárt að binda, málið var opið sár og skuggi þessi gein yfir starfi íslensku friðargæslunnar. Hæstaréttardómar- arnir fyrrverandi ræddu við alla hlutaðeigandi sem fengu þarna margir hverjir í fyrsta skipti raunverulega áheyrn. Niðurstöð- ur fólu í sér nokkur ámæli fyrir stjórnvöld en einnig stuðning við einstaklinga sem leita vildu réttar síns og loks þá pólitísku ákvörðun að íslenskir friðar- gæslu liðar skyldu framvegis ekki bera herbúninga til marks um stöðu innan herskipulags. Þjálf- un Íslendinga til að starfa innan slíks skipulags væri ekki næg og fölsk ásýnd gæfi falskt öryggi. Skýrsla um meint fangaflug og skýrsla hæstaréttardómar- anna um Kjúklingastræti voru báðar afhentar fjölmiðlum og hafa fengið ítarlega umfjöllun t.d. í Kastljósi. Grein Sverris Jakobssonar bar það með sér að hann hefði aldrei lesið þær þó það sé auðsótt mál og sennilega var hann búinn að gleyma þeim báðum. Áburður hans um yfir- hylmingar er þannig innistæðu- laus með öllu. Þarna datt Sverrir sagnfræðingur í heimildaleysi á rass sinn. Sverrir er kunnur hernaðar- andstæðingur. Flokkur hans hefur verið í ríkisstjórn í bráðum tvö ár. Á þeim tíma hefur nató- væðing íslensku lögreglunnar hafist gegn eindregnum mótmæl- um Landssambands lögreglu- manna, ríkislögreglustjóra verið afhent þjóðaröryggismál svo- nefnd með einu handtaki og loft- helgisgæsla með ratsjám fyrir- sjáanlega einkavædd. Sverrir er kunnur áhugamaður um alþjóða- mál en flokkur hans hefur enga utanríkisstefnu. Af hverju gerir hann engar kröfur til eigin valda- flokks? Sverrir sagnfræðing- ur datt í heimilda- leysi á rass sinn Öryggismál Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur Sverrir er kunnur áhugamaður um alþjóða- mál en flokk- ur hans hefur enga utan- ríkis stefnu. AF NETINU Gengið af Sjálfstæðisflokknum dauðum? Hver skyldi annars vera ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með aðeins þriðjungsfylgi á meðan hér situr óvinsæl vinstri stjórn, sem klúðrar öllum helstu málum, hindrar fjárfestingar og atvinnuuppbyggingu og hækkar skatta? Eigum við að tala um Icesave? Á árum áður hefði Sjálfstæðisflokkur- inn mælst með meirihlutafylgi hjá þjóðinni við svipaðar aðstæður. Niðurrifsstarfsemi fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins miðar að því að viðhalda kvótakerfinu og halda þjóðinni utan ESB. Það virðist vera mark- mið í sjálfu sér hjá honum að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Sam- fylking geti náð saman um stjórnarsamstarf, sem er það stjórnarmynstur, sem þjóðin þarf núna á að halda – með eða án Framsóknarflokks. Brjótist núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokkur ekki undan hrammi öfgastefnu náhirðarinnar er einsýnt, að flokkurinn hefur lokið hlutverki sínu sem kjölfestan í íslenskum stjórnmálum. Það verður þá arfleifð Davíðs Odds- sonar að hafa gengið af Sjálfstæðisflokknum dauðum. Pressan.is Ólafur Arnarson

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.