Fréttablaðið - 20.12.2010, Side 10

Fréttablaðið - 20.12.2010, Side 10
 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Tvisvar á ári eru sólstöður sem er sú stund þegar sólin er hvað lengst frá miðbaug himins til norðurs eða til suðurs. Vetrarsólstöður eru á morgun en sumarsólstöður voru 21. júní. Sumarsólstöður er sá tími þegar sólargangurinn er hvað lengstur. Vetrarsólstöður eru hinsvegar þegar nóttin er sem lengst og skammdegið ræður ríkjum. Orðið sólstöður merkir að sólin er nánast kyrr á meðan á þeim stendur og hækkar því ekki eða lækkar. Áður fyrr var einnig algengt að nota orðið sólhvörf. Hafðu það huggulegt í rökkrinu. Kveiktu á kertaljósi, finndu þér góðan félagsskap, þægilegan stað og nýttu þér langar næturnar með hressandi BKI kaffi. Nýttu tækifærið, njóttu rökkursins og slakaðu á með rjúkandi BKI kaffi. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Vetrarsólstöður eru á morgun! Fagnaðu vetrarsólstöðum með BKI kaffi Vetrarsólstöður eru á morgun Kauptu BKI fyrir vetrarsólstöður Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is –einfalt og ódýrt TILBOÐ MÁNAÐARINS PANODIL HOT 926 KR. TILBOÐ GILDIR ÚT DESEMBER Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is Málefni íslensku fjölskyld- unnar sem leitaði til ind- verskrar konu til að ganga með barn sitt sem stað- göngumóðir hefur varpað ljósi á málaflokk sem er viðkvæmur að mörgu leyti. Eins og fram hefur komið er stað- göngumæðrun, hvort sem er gegn gjaldi eða í velgjörðarskyni, bönn- uð með lögum á Íslandi. Málið hefur hins vegar komið til kasta Alþingis þar sem meðal annars kom til tals að heimila staðgöngu- mæðrun þegar lögum um tækni- frjóvgun var breytt árið 2008. Árið eftir skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi heil- brigðisráðherra, starfshóp til að skoða málið út frá ýmsum for- sendum, jafnt lagalegum, siðferðis- legum og læknisfræðilegum. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu í febrúar síðastliðnum þar sem segir að tilgangurinn sé að varpa fram upplýsingum og sjónarmið- um sem gætu orðið grundvöllur upplýstrar samfélagsumræðu um hvort leyfa eigi staðgöngumæðr- un hér á landi. Læknisfræðileg álitamál Í kafla skýrslunnar um læknis- fræðileg álitaefni er lögð áhersla á að væntanlegar staðgöngu mæður séu heilsuhraustar og ekki eldri en 35 ára. Erfitt þykir að meta þörfina fyrir þennan valkost en talið er, miðað við forsendur skýrslunnar, að fjöldinn gæti verið upp að fimm pörum eða einstaklingum á ári. Siðferðisleg álitamál Staðgöngumæðrun er sögð geta verið farsæl lausn á ófrjósemis- vanda og meiri líkur eru taldar á að vel takist til fyrir alla sem að málinu koma, en skýr greinar- munur er gerður á því hvort ráðist sé út í staðgöngumæðrun sem vel- gjörð eða í hagnaðarskyni. Rök gegn því að leyfa slíkt í hagnaðarskyni eru margvísleg og snúa flest að stöðu staðgöngu- móðurinnar og því hvort börn eða meðgöngu sé hægt að meta til fjár. Segir í skýrslunni að meðal annars vegna þessara álitamála hafi flest þau lönd sem þó leyfi staðgöngumæðrun einungis leyft slíkt sem velgjörð en ekki gegn greiðslu. Slíkt form staðgöngumæðrunar, það er án utanaðkomandi aðstoðar, er talið hafa viðgengist í gegnum aldirnar, án aðkomu yfirvalda. Lögfræðileg álitamál Meginrökin gegn því að leyfa stað- göngumæðrun þegar fyrrnefnd lög voru sett voru mál tengd móð- erni barnsins, sem miðast alltaf við þá konu sem fæðir barnið. Í samantekt skýrslunnar kemur fram að staðgöngumæðrun sé bönnuð á öllum Norðurlöndunum. Það sama gildir um flest önnur Evrópulönd, en meðal þeirra landa sem leyfa staðgöngumæðr- un eru Bretland, Belgía, Holland og Grikkland. Þá er fyrirkomulag mis munandi milli fylkja í Bandaríkjunum og mismunandi skilyrði, en víð- ast hvar er staðgöngumæðrun í hagnaðar skyni bönnuð. Bjartsýn á breytingar Þingsályktunartillaga, þar sem lagt er til að undirbúið verði frum- varp um lögleiðingu staðgöngu- mæðrunar, var lögð fyrir Alþingi fyrir skemmstu og verður mælt fyrir henni í byrjun næsta árs. Þar segir að allar nauðsynlegar upplýsingar ættu að liggja fyrir til að lögleiða staðgöngumæðr- un, þó með ströngum skilyrðum. Meðal annars sé skýrt að slíkt verði aðeins leyft í velgjörðar- skyni og hagsmunir allra aðila séu tryggðir. Ragnheiður Elín Árnadóttir Sjálfstæðisflokki fer fyrir til- lögunni. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að flest mæli með því að setja skýra löggjöf um staðgöngu- mæðrun hér á landi. „ Þ að sem vak i r fyr i r mér er að sú staðreynd sé viður kennd að það er verið að nota þetta úrræði um allan heim og því eru íslensk pör og einstaklingar að fara út til að nýta sér þau.“ Ragnheiður segir þá staðreynd knýja á um að staðgöngumæðrun verði leidd í lög, og þá eftir íslensk- um lagaramma og kröfum. „Með því getum við komið í veg fyrir það sem margir óttast, varð- andi neikvæða þætti sem gætu fylgt. Ég tel því einboðið að við fastsetjum lagarammann eftir okkar eigin viðmiðum.“ Ragnheiður telur að tillögunni verði vel tekið á þingi. „Kannski hafa ekki allir hug- leitt þessi mál, en þau sem ég hef rætt þetta við eru jákvæð fyrir því að skoða málið og ég er bjart- sýn fyrir að ná meirihluta fyrir tillögunni.“ Snýst fyrst og fremst um siðferðisleg álitamál FRÉTTASKÝRING: Staðgöngumæðrun á Íslandi RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR Umdeilt úrræði Staðgöngumæðrun er umdeilt mál sem hefur verið í eldlínunni síðustu daga. Þingkonan Ragnheiður Elín Árnadóttir er bjartsýn um að slíkt verði heimilað á Íslandi með lögum á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.