Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 20.12.2010, Qupperneq 46
30 20. desember 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. tveir eins, 8. mjöl, 9. heiður, 11. leita að, 12. kunningi, 14. mjaka, 16. átt, 17. til viðbótar, 18. árkvíslir, 20. tveir eins, 21. loga. LÓÐRÉTT 1. tísku, 3. umhverfis, 4. græðgi, 5. skáhalli, 7. hindrun, 10. regla, 13. gerast, 15. sálar, 16. andi, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. tt, 8. mél, 9. æra, 11. gá, 12. lagsi, 14. fikra, 16. sa, 17. enn, 18. ála, 20. dd, 21. lifa. LÓÐRÉTT: 1. stæl, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. trafali, 10. agi, 13. ske, 15. anda, 16. sál, 19. af. Jæja, ertu klár? Elsa tekur á móti þér eftir smá. Hvað ertu með þarna, litli karl? Wacka, Wacka, Wacka, Wacka, Wacka! Þetta er ákaflega köld ausa. Dempaðu aðeins vænt- ingarnar! Jafnvel þótt ég eigi ekki alla hluti sem mig langar í þá er ég virkilega þakklátur fyrir þá hluti sem ég á ekki og mig langar ekki í. Þetta er um það bil það heimskulegasta sem ég hef heyrt á ævinni. Þegar um heim- speki er að ræða þá er oft erfitt að greina muninn. ÚTSALA SÍMASALA Hvar er mamma? Ég þarf smá hjálp með lærdóminn. Ég er hérna, hverskonar hjálp þarftu? Ertu alveg viss? Solla, ég er fram- kvæmdarstjóri með háskólagráðu, ég held að ég geti hjálp- að grunnskólabarni. Mamma þín er þarna. Málaðu fjölskyldumeðlim í anda impressionistans Mary Cassat sem uppi var á 19. og 20. öld. Geturðu kennt mér að senda vá-skilaboð? Það var annar í jólum og úrhelli í höfuð-borginni. Ég man það mjög vel því ég átti lítið barn og þurfti að vagga því í svefn úti undir vegg í dembunni. Við bjuggum við rólyndisgötu í Vesturbænum og þarna bjó fólk af ýmsu tagi. Ég man eftir prófessor sem skokkaði um hverfið, veisluglöðum fíkniefnasala, rólyndislegri söngkonu, strippurum sem ekið var til vinnu seint á kvöldin í strumpastrætó og lögfræðingi sem eitt sinn sást bera verk eftir Tolla inn til sín. Sem sagt, alls kyns fólk sem átti alls kyns áhuga- mál og stundaði alls kyns störf. LOKS sofnaði barnið mitt en ég var ekki fyrr komin aftur inn til mín en ég heyrði sáran grát. Hann glumdi á milli húsa í gegnum rign- ingarhljóðið og hrakti mig út í svefnherbergisglugga. Hann sneri út í bakgarðana og meðfram þeim lá göngustígur. Eftir honum hljóp grátandi kona. Hún var alls- nakin, holdvot og hélt höndun- um fyrir barminn. Ég rauk út í von um að geta komið henni til aðstoðar en hún var á bak og burt. NÁGRANNARNIR höfðu líka orðið varir við konuna og voru fyrr en varði komnir fram á stigagang. Þar ræddum við litla stund hvað gera skyldi og á endanum tók ég til bragðs að hringja í lögregluna. Ég sagði sem var, nakin kona hljóp grátandi um bakgarða í Vesturbænum. Skömmu síðar renndi lögreglubíll að og dágóða stund hrings- ólaði ég um hverfið með tveimur lag- anna þjónum. Satt best að segja virt- ust þeir ekki hafa gaman af að vera á vakt yfir hátíðarnar og mér fannst þeir bæði skapstyggir og áhugalausir. „Vertu róleg,“ gjammaði annar þeirra að mér þegar honum fannst mér vera of mikið niðri fyrir. ÞAÐ hélt áfram að rigna og jólaseríurnar tindruðu á greinum trjánna. Allt var með kyrrum kjörum í bakgörðum hverfisins. Lögregluþjónarnir skutluðu mér aftur heim. Ég var lengi að ná úr mér ónot- unum eftir að hafa séð þessa konu og heyrt í hana gráta svona sárt. Enn vona ég heitt og innilega að henni hafi verið hleypt aftur inn í hlýjuna, sem henni hafði vísast til líka verið vísað nakinni úr litlu áður. Oft hef ég líka velt því fyrir mér hver hún hafi verið og hvaðan hún kom. Að þeim orðum sögðum óska ég les- endum gleðilegrar jólahátíðar og hvet ykkur til að hafa auga hvert með öðru. Nú veitir ekki af. Jólaminning LÁTTU ÞÉR LÍKA VIÐ VÍSI og þú gætir fengið óvæntan jólaglaðning Settu „Like“ við Vísi á Facebook og þú gætir unnið flatskjá, flottan N8 síma, góða jólabók eða einhvern annan spennandi glaðning fyrir jólin. DREGIÐ VERÐUR DAGLEGA TIL 20. DES. N8 sími. Bækur frá Sölku. Fjöldi annarra vinninga. Flott 22“ Panasonic Pure Line sjónvarp með innbyggðri iPod vöggu. Það er auðvelt að láta sér líka við Vísi á facebook.com/visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.