Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 16
16 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 G reinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmála- ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnað við rekstur grunnskóla er áhugaverð. Það er alltaf gagnlegt að bera það sem gert er hér á landi saman við það sem gerist úti í hinum stóra heimi. Athygli vekur engu að síður að ekki skuli sérstaklega borið saman við Norðurlönd vegna þess að íslenskur grunnskóli er lang- skyldastur grunnskólum Norður- landanna að öllu leyti og líklega er lítill áhugi í raun á að breyta þeirri staðreynd. Í ljós kemur að þegar tekið er tillit til hlutfalls barna á grunn- skólaaldri er Ísland með fjórða hæsta kostnað við grunnskóla innan OECD. Þetta er að sumu leyti erfitt að eiga við. Vegna dreifbýlis eru hér óhjákvæmilega allmargir afar litlir skólar þar sem kostnaður á hvert barn er mjög hár. Kostnaður vegna skólahúsnæðis í köldu landi á jarðskjálfta- svæði hlýtur líka að vera hærri en í löndum með mildari náttúru. Auk þess voru íslenskir skólar einsettir miklu seinna en víðast hvar og vaxtakostnaður vegna bygginga í tengslum við einsetn- inguna er enn kostnaðarliður í rekstri grunnskóla. Það hlýtur þó að vekja mesta athygli í þessum samanburði að þrátt fyrir háan kostnað við rekstur grunnskóla eru laun kennara hér með þeim lægstu sem þekkjast. Af samanburði á kennslumagni og þróun á fjölda kennara samanborið við nemendur má greina þá óheillaþróun sem orðið hefur á kjörum kennara með lækkandi launum miðað við samanburðarhópa og lækkun á kennsluhlutfalli í heildarvinnutíma. Þessi tregða sveitarfélaga við að hækka laun kennara en bjóða í staðinn breytingar á vinnutilhögun í kjara- samningum hefur líklega reynst báðum aðilum slæmur kostur. Laun grunnskólakennara, sem um áratugaskeið hafa verið lág, voru líklega aldrei lakari en nú en kostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólanna er samt sem áður afar hár. Það blasir við að tími er kominn til að gefa að einhverju leyti upp á nýtt í kostnaðarmálum grunnskóla. Við þá vinnu verður að horfast í augu við að grunnskólinn er einn af hornsteinum sam félagsins og reynsla fjölmargra þjóða sýnir að aldrei er mikil vægara að styrkja innviði hans en þegar kreppir að í samfélaginu. Uppstokkunin hlýtur að snúa að vinnufyrirkomulagi innan skól- anna. Hér er ekki bara átt við vinnufyrirkomulag almennra kenn- ara heldur ekki síður fjölgun millistjórnenda innan grunn skólans sem á drjúgan þátt í lágu kennsluhlutfalli í heildarvinnutíma kenn- ara. Það verður að vinda ofan af þeirri þróun sem staðið hefur frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans með öflugri fyrirstöðu gegn hækkun launa kennara og horfast í augu við að laun grunnskólakennara verða að hækka. Forysta Kennarasambandsins þarf líka að líta í eigin barm. Hún situr handan borðsins og hefur gengið að hverjum kjara- samningnum á fætur öðrum með smánarlegri launahækkun en breytingum á vinnutilhögun á móti. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is kg 27 SEK 3 5 7,5 Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri. 2 Íslenskir grunnskólakennarar með 70 prósent af kennaralaunum í OECD-löndum: Óheillaþróun sem snúa verður við Kallað eftir stefnu Seðlabankinn gaf nýverið út veglegt rit undir nafninu Peningastefnan eftir höft þar sem fjallað er um stöðu pen- ingamála á Íslandi. Í ritinu er kallað eftir því að nú þegar hilli undir lok efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og AGS verði mótuð stefna til fram- tíðar um fyrirkomulag peningamála á Íslandi. Þar eð spurningin um fram- tíðarfyrirkomulag peningamála hlýtur að lokum að koma til kasta Alþingis er það stjórnmálaflokkanna að móta stefnu í þessum málaflokki. Hver er stefna flokkanna? Það sem flokkarnir verða því að gera á næstu misserum er að bjóða fram raunhæfa stefnu í peningamálum en það er sorgleg staðreynd að enginn flokkur getur stært sig af því nú. Samfylkingin vill samkvæmt lands- fundarályktun ganga í ESB og taka upp evru en svarar því ekki hvað skal til bragðs taka ef þjóðin hafnar því að ganga inn. Sjálfstæðisflokkurinn vill samkvæmt efnahagstillögum að pen- ingamálastefnan verði endurskoðuð af alþjóðlegum sérfræðingum en endurskoðun getur varla kallast stefna, eða hvað? Svara þeir kallinu? Vinstri græn viku ekki að peninga- málum í landsfundarályktun sinni síðast og framsóknarmenn ályktuðu á landsfundi að endurskoða bæri peningamálastefnuna rétt eins og sjálfstæðismenn. Þá vill Hreyfingin samkvæmt vefsíðu sinni leysa myntvandann með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða með einhliða upptöku annars gjaldmiðils án þess þó að tilgreina hvaða þjóðir eða gjaldmiðla um ræðir. Er ekki kominn tími til að flokkarnir setjast aðeins yfir þessi mál og svari kalli Seðlabankans? magnusl@frettabladid.is Á Íslandi eru um 14.000 einstaklingar sem þiggja örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég er einn af þeim, sökum blindu minnar er ég 75% öryrki. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú að það er að mínu mati miklu hagstæð- ara að þiggja örorkulífeyri, með þeim hlunn- indum sem því fylgja, en að vera úti á vinnu- markaðnum. Fyrst langar mig að nefna að ekkert tillit er tekið til einstaklingsins þegar örorkumat er metið. Allir sem eru blindir, heyrnarlausir, lam- aðir, geðsjúkir eða eru með nægilega mikla þroskaskerðingu fá nákvæmlega sömu greiðslurnar frá Tryggingastofnun burtséð frá aldri, fjölda barna, hvort viðkomandi búi einn og hvort viðkomandi hafi einhverja atvinnu. Gagnvart minni fötlun er eitt að vera blindur og annað að vera mjög blindur. Tveir blindir einstaklingar hafa mjög mismunandi starfsorku, starfskunnáttu og eru með mis- munandi menntun. Það er óréttlátt að sömu tveir einstaklingarnir með sömu fötlunina fái sömu greiðsluna óháð getu og reynslu. En af hverju skyldu öryrkjar hafa það svona gott, þegar litið er til venjulega launþegans í frystihúsinu, á leikskólanum og við búðar- kassann? Kemur í ljós að öryrkinn hefur hærri tekjur og að auki mun fleiri hlunnindi sem aðrir launþegar fá ekki. Öryrkinn fær 28.000 kr. í heimilisuppbót ef hann býr einn. Hann fær rúmlega 18.000 kr. í barnalífeyri með hverju barni. Öryrk- inn getur fengið á bilinu 300 til 1.200 þúsund krónur í bílastyrk. Sá hinn sami fær 100.000 þúsund kr. í frítekjumark ef hann er á almennum atvinnumarkaði. Ég er ekki hætt- ur að telja upp hlunnindi öryrkja, því þeir greiða minna fyrir heilbrigðisþjónustuna og fá alltaf frítt í strætó og í sund. Rúsínan í pylsuendanum er svo að öryrkj- ar þurfa ekki að greiða meðlagsgreiðslur því Tryggingastofnun greiðir meðlagsgreiðslur handa fyrrverandi barnsmóður eða föður öryrkjans. Að auki greiða öryrkjar innan við 1.000 kr. í bifreiðagjöld. Með þessum skrifum er ég alls ekki að segja að öryrkjar lifi kóngalífi, heldur er ég að endurspegla raunveruleikann, þegar laun og kjör öryrkja annars vegar eru skoðuð og svo laun og hlunnindi almenna launþegans hins vegar. Það sést hér að nú þarf að lyfta grettistaki í launakjörum láglaunafólksins og ekki síst millitekjufólksins. Ég skora á alla sem koma að samningagerð launþeganna að hækka umtalsvert laun lágtekjufólksins og þeirra sem hafa laun undir 300.000 kr. Gott að vera öryrki Öryrkjar Bergvin Oddsson öryrki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.