Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2010, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 30.12.2010, Qupperneq 49
34 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR34 menning@frettabladid.is 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Furðustrandir Arnaldur Indriðason Eyjafjallajökull Ari Trausti Guðmundsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Hafmeyjan - kilja Camilla Läckberg Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT ÁRIÐ 2010 Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Póstkortamorðin - kilja Liza Marklund / J. Patterson Hreinsun Sofi Oksanen Þegar fylgt er í fótspor leiklistargyðjunnar Þalíu á árinu sem er að líða virðist hún svo sannarlega ætla að halda áfram að stefna hátt og hjálpa til við að safna í baukinn sem áhangend- um annarrar gyðju tókst að tæma. Það gerðist margt skemmtilegt eins og til dæmis tilkoma nýja stóra leikhússins á Seltjarnar- nesi, Norðurpólsins. Nýskrifuð verk eru þar sýnd og einleikir auk þess sem alyngstu leikararn- ir hafa þar líka fengið inni. Þó mikið hafi verið um nýjar sýningar eftir unga höfunda var einnig leitað innblásturs í sígild- ar og öruggar smiðjur og má þar fremstan nefna Faustus (Fást) eftir Jóhann Wolfgang Goethe (f. 1749 d. 1832) þar sem leikhóp- urinn Vesturport beitti sínum fimu brögðum til þess að koma þessu verki til okkar í byrjun árs í Borgarleikhúsinu. Þeim var ákaft fagnað með Þorstein Gunn- arsson í broddi fylkingar og leik- förin heldur áfram út í heim. Það sem kannski einkenndi árið var áminningin um okkur sjálf, um hver við erum og hvert við stefn- um. Er það ekki hlutverk leik- hússins alltaf? Jón Atli Jónasson hefur verið ötull við að munda pennann undan farin ár og í ársbyrjun voru sýndir Íslendingar í búri, samvinnuverkefni hans og félag- anna Jóns Páls Eyjólfssonar og Halls Ingólfssonar. Þar fengum við loksins að íhuga í fullri alvöru hver hefði fundið upp kokkteil- sósuna fyrir utan að bullfrasar hins svokallaða góðæris urðu þar að perlum í annars fremur þunglyndislegri mynd af ástandi landans. Hrunleikur sum sé. Enn fleiri hrunleikir birtust og botn- uðu í ýmsum verkum. Kannski er því nú þannig háttað líka að áhorfendur eru áfjáðir í að leita að speglun á þessa smábarna- legu græðgishegðun útrásar- víkinganna og þá var nú ekki slæmt að fá að stækka sig í spé- spegli Nóbels skáldsins þegar flinkir listamenn undir leiðsögn Baltasars Kormáks réðust í að leikgera Gerplu í Þjóðleikhúsinu, með niður stöðunni heima er best en einnig sú sýning er að leggjast í víking sem kunnugt er. Einn maður stendur þó upp úr og hefur gert það lengi og það er Jón Hreggviðsson, sem einhvers konar alter ego Íslendingsins og í meðförum Ingvars E. Sigurðsson- ar í leikgerð Benedikts Erlings- sonar í Þjóðleikhúsinu lifnaði hann ekki aðeins við á sviðinu heldur innra með hverjum og einum. Sýning Þjóðleikhússins núna á Íslandsklukkunni til að minnast 60 ára afmælis hússins var líka sýning á sýningu, leikhús í leikhúsi, Björn Thors í hlutverki Magnúsar í Bræðratungu var þar eftirminnilegur. Hvernig svindlað er í útlöndum fengum við að læra með gletti- legu söngleikjasprikli á milli kennsluatriða í stórsýningunni Enron sem Stefán Jónsson setti upp í Borgarleikhúsinu og fóru menn nokkuð fróðari frá borði um skúffu fyrirtæki og hvernig best væri að leggjast í peninga- þvott. Og áfram var svindlað. Tölvuheimurinn og lífið við takka- borðið kemur víða við. 16 elskendur, kraftmikill leik- hópur sem fram kom í Kassan- um, gerði slíkt gylliboðabrask að yrkis efni sínu í Nígeríusvindlinu þar sem eymd Afríku og þriðja- heimsvesalinga varð okkar gróða- möguleiki. Enn ein hugmynd af sama meiði. Í Þjóðleikhúsinu fengum við að hlæja ótal sinnum, ekki síst í hinni frábæru sýningu Braga Ólafssonar þar sem Eggert Þorleifsson fer á kostum sem Sig- urhans í Hænuungunum. Það er gott og gaman að hlæja í leikhúsi en það er ekki síður gott að gráta saman, finna svo mikla samkennd að tárin renna niður skorpnar kinnar jafnt sem meikaðar. Þess- um áhrifum tókst leikhópnum að ná í hinni frábæru sýningu Auðar Jónsdóttur um Fólkið í kjallaranum í Borgarleikhúsinu undir dyggri leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur í leikgerð Ólafs Egilssonar. Börnin fengu Sveppa, Fíusól, Gilitrutt og Dísu ljósálf fyrir utan Eldhúsævintýri í Þjóðleikhúsinu. Leikið var þar jafnt á frönsku og íslensku þar sem lifandi tónlist úr Ameríku og frá Evrópu mynd- aði umgjörð í myndrænni frásögn Sólveigar Simha. Fólk heldur áfram að þyrpast í Landnáms- setrið í Borgarnesi þar sem nú gefur að líta einleik Kára Viðars- sonar sem byggður er á Bárðar sögu Snæfellsáss. Einmitt í Land- námssetrinu hafa nú ýmsir stígið áhrifarík spor en Jón Gnarr var þar á grínbuxum í sumarbyrjun. Iðnó var nýtt til ýmissa sýninga og stendur þar kvöldstundin hug- ljúfa í danska kabarettinum henn- ar Charlotte Böving upp úr. Hér er aðeins stiklað á stóru um leikárið sem er að líða. Áhorfend- ur láta sig ekki vanta í leikhús- in þannig að þessi forna og góða listgrein á sér örugglega trygga framtíð ef þeir sem við stjórnvöl- inn sitja hafa vit á því að fjárfesta í henni. Áminningin um okkur sjálf ÚR ENRON Áhorfendur fóru nokkuð fróðari frá borði um skúffufyrirtæki og hvernig best væri að leggjast í peningaþvott eftir sýninguna Enron í leikstjórn Stefáns Jónssonar í Borgarleikhúsinu. Elísabet Brekkan fer yfir leiklistar- árið sem er að líða Úr Íslandsklukkunni Jón Hreggviðsson lifnaði innra með hverjum og einum í meðförum Ingvars Sigurðssonar. Það sem kannski einkenndi árið var áminningin um okkur sjálf, um hver við erum og hvert við stefnum. Er það ekki hlut- verk leikhússins alltaf? Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan frumsýnir sviðsverkið Kandíland í Kassanum í kvöld. Sýningin sækir innblástur í konungaverk Williams Shakespeare. Í Kandílandi er gósentíð, þar sem glitur og glys ræður ríkjum og allir vilja vera konungar. Kandíland er hættulegur leikvöllur. Þar er ekkert heilagt og fólk svífst einskis til að ná hásætinu. Gripið er til örþrifaráða og valdið skiptir um hendur og fætur. Sýningin er samstarfsverkefni Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunn- ar og Þjóðleikhússins. Flytjendur eru Katrín Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður, Ragnheiður Bjarnarson, Vigdís Eva Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjóri er Víkingur Kristjánsson. Kandíland í Kassanum EKKI MISSA AF Í dag er síðasta tækifærið til að sjá Veiðimenn norðursins/Andlit aldanna, ljósmyndasýningu Ragnars Axelssonar í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýningin byggir á myndum sem RAX hefur tekið meðal veiðimanna á norðurhjara veraldar undanfarinn aldarfjórðung. Bókin Veiðimenn norðursins kom út í tengslum við sýninguna og seldist upp fyrir jól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.