Fréttablaðið - 02.11.2010, Page 2
2 2. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
NORÐURLÖND Þing Norðurlanda-
ráðs verður sett í dag klukkan
14.30 á Grand Hóteli í Reykjavík.
Alls eru 35 erlendir ráðherrar nú
staddir hér á landi til þess að sitja
þingið ásamt um 600 fjölmörgum
embættismönnum og almennum
starfsmönnum.
Siv Friðleifsdóttir, formaður
velferðarnefndar Norðurlanda-
ráðs, segir eitt af mikilvægustu
málunum vera aðstæður aldraðra
og hvernig hægt sé að bæta þær
hér á landi.
Um fimmtíu prósenta líkur eru á
því að stúlkubarn sem fæðist í dag
hér á landi nái hundrað ára aldri.
Frá árinu 1950 hefur fjöldi þeirra
sem ná 80 ára aldri fjórfaldast og
segir Siv að Ísland standi ekki eins
vel að vígi í heimahlynningu þeirra
miðað við hin Norðurlöndin.
„Við erum að þjónusta í of mikl-
um mæli inni á hjúkrunarheim-
ilum,“ segir Siv. „Á Íslandi eru
næstflest rými fyrir 65 ára og
eldri, þau eru flest í Svíþjóð, og
meðallegutími á hjúkrunarheim-
ilum á Íslandi eru 3,3 ár. Á hinum
Norðurlöndunum er meðallegu-
tími á hjúkrunarheimilum tvö ár.
Þetta er gríðarlegur munur.“
Siv segir þetta sýna að Íslend-
ingar þjónusti fólk of lítið heima
við og fólk fari of snemma inn á
hjúkrunarheimili.
„Það er búið að reikna út að
eitt hjúkrunarheimili kostar 7,8
milljónir hér á Íslandi. Þú getur
þjónustað manneskju heima með
25 skiptum á viku fyrir sama
pening, fyrir heimahjúkrun, eða
þrisvar sinnum á dag,“ segir Siv.
„Allar samanburðartölur við Norð-
urlöndin sýna okkur svart á hvítu
að við verðum að stórauka þjónust-
una heima. Það er ekki eldri borg-
urum í hag að fara of snemma inn
á hjúkrunarheimili.“
Norðurlandaráðsþingið stendur
fram á fimmtudagskvöld. Kostn-
aður Íslands við það er um 40
milljónir króna, en það er sama
upphæð og fyrir fimm árum
þegar Norðurlandaráðsþingið var
síðast haldið hér á landi.
Helgi Hjörvar, forseti Norður-
landaráðs, segir afar mikilvægt
að efla samstarf Norðurlandanna
enn frekar og bendir á að tillögur
Gunnars Wetterberg um Sambands-
ríki Norðurlandanna sé áhugaverð
hugmynd sem vert sé að skoða.
sunna@frettabladid.is
Brýnt að bæta stöðu
aldraðra hér á landi
Norðurlandaráðsþing verður sett í dag á Grand Hóteli. 35 erlendir ráðherrar eru
staddir hér á landi. Formaður velferðarráðs segir eitt af brýnustu málunum að
bæta aðstöðu aldraðra hér á landi. Þingið kostar landið um 40 milljónir.
DAGSKRÁ ÞINGSINS KYNNT Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarnefndar, Helgi
Hjörvar, forseti Norðurlandaráðs, og Álfheiður Ingadóttir varaforseti kynntu dag-
skrá þingsins fyrir blaðamönnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Helgi Hjörvar, forseti Norðurlandaráðs, segir þá umræðu að löndin fimm
eigi að starfa meira saman hvað varðar Evrópu eiga mikið erindi inn á
þingið. „Menn hafa tekið praktíska afstöðu til þessara mála, hvort sem
löndin eru hluti af ESB eða ekki,“ segir Helgi. „Við erum í öllum löndum að
innleiða Evrópurétt á fjölmörgum sviðum.“
Helgi segir það skipta höfuðmáli að Evrópuréttur verði innleiddur með
svipuðum hætti í löndunum fimm, til þess að nýjar landamærahindranir eigi
ekki eftir að myndast innan Norðurlandanna.
Evrópuréttur
Guðmundur, geta hinir ekki
bara slaufað sinni fram-
leiðslu?
„Ætli þeir séu ekki of trénaðir til
þess.“
Guðmundur Jón Stefánsson húsgagna-
smíðameistari smíðar þverslaufur úr tré.
ÞORVALDUR LÚÐVÍK Forstjóri Saga Fjár-
festingarbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Nafni Saga Capital Fjár-
festingarbanka hefur verið breytt
og mun bankinn eftirleiðis heita
Saga Fjárfestingarbanki. Nafna-
breytingin var tilkynnt á starfs-
mannafundi bankans í gær. Þá
hefur starfsstöð bankans í Reykja-
vík verið flutt úr burstabænum
Þóroddsstöðum í nágrenni Öskju-
hlíðar upp á fjórtándu hæð í turn-
inum við Höfðatorg.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
forstjóri bankans, sagði að þrátt
fyrir breytinguna og hræringar í
fjármálageiranum hér síðastliðin
tvö ár hefði Saga Fjárfestingar-
banki ætíð starfað á sömu kenni-
tölu. - jab
Nafnabreyting í fjármálageira:
Breyta um nafn
á Saga Capital
Óku of hratt á Flókagötu
Brot 121 ökumanns voru mynduð á
Flókagötu í Reykjavík á miðvikudag. Á
einni klukkustund, eftir hádegi, fóru
233 ökutæki þessa akstursleið og
því ók meirihluti ökumanna, eða 52
prósent, of hratt. Sextán óku á 50 km
hraða eða meira en sá sem hraðast
ók mældist á 57.
LÖGREGLUMÁL
HEILBRIGÐISMÁL Læknum á Íslandi
hefur fækkað um 100 síðustu tvö
árin, segir Þorbjörn Jónsson, for-
maður lækna-
ráðs Landspítal-
ans. Það eru um
tíu prósent allra
starfandi lækna
á Íslandi. Þetta
kom fram í sam-
tali við Þor-
björn í Reykja-
vík síðdegis á
Bylgjunni í gær.
Þorbjörn
segir að læknastéttin standi
frammi fyrir þríþættu vanda-
máli. „Hluti af yngri sérfræði-
læknum tekur sig upp og flyst út.
Unglæknar staldra skemur við. Og
svo eru það læknar sem hafa lokið
sérnámi og eru búsettir erlendis,
virðast ekki vera tilbúnir til þess
að sækja um stöður og flytja til
Íslands,” segir Þorbjörn. - jhh
Læknaflótti frá Íslandi:
Hundrað læknar
af landi brott
Fylgi stjórnmálaflokka
40
30
20
10
0
Kjörfylgi
Fylgi nú
21
,7
0%
18
,0
%
29
,8
%
18
,0
%
23
,7
%
36
,0
%
7,
2%
8,
0%
14
,8
%
12
,0
%
STJÓRNMÁL „Þau stjórnvöld sem
fara af hjörunum yfir því að
mælast lágt í miðjum erfiðleik-
um eru ekki vandanum vaxin,“
segir Steingrímur J. Sigfússon,
fjármálaráðherra og formaður
Vinstri grænna.
Ríkisstjórnin mælist með þrjá-
tíu prósenta fylgi í nýrri könnun
Gallup á fylgi stjórnmálaflokk-
anna. Í síðasta mánuði mældist
ríkisstjórnin með fjörutíu pró-
senta fylgi.
Stjórnarf lokkarnir mæl-
ast með átján prósent hvor. Til
samanburðar
voru Vinstri
græn með 21,7
prósenta fylgi í
síðustu kosning-
um í fyrravor
og tuttugu pró-
sent í síðustu
könnun fyrir
mánuði.
Fylgið hrundi
hins vegar hjá
Samfylking-
unni, sem fór úr þrjátíu prósenta
kjörfylgi. Ríkisútvarpið sagði í
gærkvöldi fylgi flokksins ekki
hafa mælst minna í níu ár, síðan í
nóvember 2001.
Sjálfstæðisflokkur og Hreyf-
ingin bæta við sig yrði kosið nú
en Framsókn tapar tveimur pró-
sentustigum frá síðustu kosning-
um, samkvæmt könnun Gallup.
„Það er eðlilegt að stjórnar-
flokkarnir taki dýfu. Þetta hefur
verið erfiður mánuður,“ segir
Steingrímur og bendir á að víða í
þeim löndum sem glími við erfið-
leika njóti stjórnvöld lítils stuðn-
ings. - jab
Eðlilegt að stuðningur við stjórnvöld taki dýfu í kreppu, segir fjármálaráðherra:
Þriðjungur landsmanna styður stjórnina
NÁTTÚRA Nokkrar líkur eru taldar á eldgosi í
Grímsvötnum á næstunni, að mati jarðeðlisfræð-
ings.
Jökulhlaup hófst frá Grímsvötnum á sunnudag
og var mikill vöxtur í Gígjukvísl í gær, en hlaup
frá Grímsvötnum hafa áður komið af stað eld-
gosum. Það gerðist síðast árið 2004, en nú er
vöxturinn í ánni hraðari en þá var. Því er talin full
ástæða til árvekni.
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í Grímsvötn-
um undanfarið og hafði Stöð 2 eftir Páli Einars-
syni jarðeðlisfræðingi að skjálftavirkni undir
jöklinum að þessu sinni væri ótrúlega lík því sem
gerðist fyrir gosið árið 2004. Þá liðu fimm sólar-
hringar frá því að hlaup hófst þar til fór að gjósa.
Hlaupið hafði ekki valdið neinum skemmdum
þegar blaðið fór í prentun, utan þess að háspennu-
lína slitnaði þegar jaki sem barst með hlaupinu
rakst í háspennumastur sem við árfarveginn.
Almannavarnir lýstu í gær yfir óvissustigi,
sem er lægsta háskastig og felur í sér að hafin sé
atburðarás sem gæti leitt til þess að öryggi fólks,
umhverfis eða byggðar er ógnað. Samráð á milli
almannavarna og þeirra stofnana sem málið varð-
ar er aukið, sem og allt eftirlit. - þj
Vatnavextir og skjálftavirkni í Grímsvötnum gætu boðað eldgos:
Margt bendir til gosvirkni
VATNAVEXTIR Atburðarás jökulhlaups í Gígjukvísl þykir minna
um margt á aðdraganda eldgossins árið 2004.
MYND/LÓA PIND ALDÍSARDÓTTIR
REYKJAVÍK Ellefu aðilar gerðu til-
boð í leigu á turninum á Lækjar-
torgi. Tilboðin voru opnuð í gær-
morgun hjá Innkaupaskrifstofu
Reykjavíkurborgar. Eins og fram
hefur komið var turninn fluttur á
Lækjartorg í sumar eftir að hafa
verið geymdur annars staðar um
skeið.
„Ég fagna því að turninn sé
kominn á sinn gamla stað. Hann
er til prýði á torginu og mun
örugglega vekja upp minningar í
hugum margra borgarbúa,“ sagði
Jón Gnarr borgarstjóri þegar
ákveðið var að færa turninn aftur
á Lækjar torg.
Ákveðið hefur verið að þegar
væntanlegur leigutaki verði valinn
verði horft til þess að starfsemin
bæti við framboð í miðborginni og
gæði hana þannig meira lífi. - jhh
Ásókn í leigu á Lækjartorgi:
11 vilja í turn-
inn á torginu
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
ÞORBJÖRN
JÓNSSON
Gjald við Landspítala
Bílastæði sem eru næst aðalinn-
gangi bráðamóttöku Landspítalans
í Fossvogi verða gjaldskyld frá og
með deginum í dag. Þetta kemur
fram á vef Landspítalans. Þar segir að
markmið breytinganna sé að bæta
aðgengi sjúklinga og aðstandenda að
vel staðsettum skammtímastæðum.
REYKJAVÍK
SPURNING DAGSINS